Hvað er heitt og hvað afleitt?
Nú í sumar verður farið af stað með nýjan greinarflokk hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“ sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“
Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan.
Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf er a.m.k. nefnt 1 atriði af hvoru og í mesta lagi 5 eins og á CBS. Haldið er sömu röð og hjá CBS – það sem er nr. 1 er heitast og síðan volgnar niður listann. Alveg eins með það sem er afleitt – það sem er frámunalega afleitt er í 1. sæti og síðan skánar eftir því sem fer niður listann.
Heitt/afleitt grein kemur nú í sumar alltaf til með að birtast á mánudögum, en þessi grein er undantekning þ.e. birtist á miðvikudegi vegna Hvítasunnuhelgarinnar.
Hér fer annar alíslenski „Hot“ listinn fyrir vikuna 2.-10. júní:
Það sem var heitt í s.l. viku og helst þar til næsti listi birtist er eftirfarandi:
Nr. 1 Henning Darri Þórðarson, GK. Hvað skal segja? Henning Darri er í einu orði frábær!!! Ekki aðeins er hann núverandi Íslandsmeistari í strákaflokki og sigraði svo eftirminnilega í Páskapúttmóti Hraunkots, nei hann er búinn að sigra í báðum mótum í drengjaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2014. Ekki nóg með það. Hann hefir líka staðið sig vel meðal bestu kylfinga landsins á Eimskipsmótaröðinni, varð í 10. sæti af 65 í 2. mótinu á Hellu. Henning Darri er efstur á “hot“ listanum þessa vikuna vegna þess að hann var bestur og efstur yfir allt mótið i Mosfellsbænum í heild á glæsilegum 3 undir pari!
Nr. 2 Kinga Korpak, GS. Kinga er aðeins 10 ára! Samt er hún búin ad sigra tvisvar i flokki þar sem hún er að leika við stelpur allt að 4 árum eldri en hún er! Glæsilegt hjá Kingu!
Nr. 3 Ingvar Andri Magnússon, GR. Líkt og Kinga og Henning Darri er Ingvar Andri búinn að sigra 2 sinnum á Íslandsbankamótaröðinni það sem af er. Flottur kylfingur hann Ingvar Andri!
Nr. 4 Sigrún Linda Baldursdóttir, GKJ. Sigrún Linda er likt og þau þrjú hér að ofan búin að sigra tvisvar að vísu á Áskorendamótaröðinni i stelpuflokki. Hún sigraði laugardaginn 7. júni í Grindavík.
Nr. 5 Ólafur Björn Loftsson, NK og Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR sem báðir voru á 64 höggum um helgina: Ólafur Björn með nýtt vallarmet á Gufudalsvelli og Arnór Ingi með 64 á Grafarholtsvelli!
Einu bætt við hér: Glæsileg frammistaða íslensku LEK-liðanna á EM í Portugal: sérlega var glæsilegur árangur Ragnars Gislasonar, GO sem átti hring upp á 68!!!
Það sem var afleitt í s.l. viku og helst þar til næsti listi birtist er eftirfarandi:
1. Engir keppendur bæði í telpu og stúlknaflokki á 2. móti Áskorendamótaraðarinnar í Grindavík!!! Afleit þróun!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
