Hvað er heitt og hvað afleitt?
Nú í sumar hefir verið í gangi greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína, enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið.
Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan.
Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf er a.m.k. nefnt 1 atriði af hvoru og í mesta lagi 5 eins og á CBS. Haldið er sömu röð og hjá CBS – það sem er nr. 1 er heitast og síðan volgnar niður listann. Alveg eins með það sem er afleitt – það sem er frámunalega afleitt er í 1. sæti og síðan skánar eftir því sem fer niður listann.
Heitt/afleitt grein birtist alltaft á mánudögum nú í sumar – reyndar nú þriðjudagsnóttina nú vegna mikils annríkis og fréttamagns.
Hér fer 11. alíslenski „Hot“ listinn fyrir vikuhlutann 4. – 11. ágúst (Listinn gildir til mánudagsins 18. ágúst):
1. sæti Sjóðandi heitar eru Keilissveitirnar bæði karla- og kvenna, sem urðu Íslandsmeistarar í 1. deildum karla og kvenna í Sveitakeppni GSÍ. Einfaldlega bestar og langheitastar!!!
2. sæti Sveitir NK í 1. deild karla og Sveit GÚ í 2. deild kvenna – fyrir að vera með best klæddu liðsmennina. Sveit NK var í litríkum golfklæðnaði, í öllum litum regnbogans. Ekki er víst hvort verið sýna samstöðu með Pollapönkurum sem skáru sig út með lítríka fatnaðinum sínum til höfuðs öllu óumburðarlyndi eða hvort klæðnaðurinn var, sem líklegra er óður til Hinsegindaga, sem fram fór m.a. s.l. helgi. A.m.k. sýndi karlasveit NK með klæðnaði sínum dirfsku og þor að vera öðruvísi, sem er a og o allrar tísku. Kvennasveit GÚ var einfaldlega smart! Hvorutveggja er heitt!!!
3. sæti Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri GB. Heitt að tryggja liði sínu sigur á lokaholu tvímenningsviðureignar í Sveitakeppninni GSÍ. Sveit GB varð fyrir vikið á verðlaunapalli í 1. deild karla. Glæsilegt!!!
4. sæti Aðrir þáttakendur í Sveitakeppni GSÍ 2014 – liðakeppni sem Sveitakeppni GSÍ er óumdeilalega eitt skemmtilegasta form golfkeppni og heitt að þurfa ekki alltaf að vera að bögglast einn að vinna sigra, heldur vera hluti af liði!
5. sæti Valdís Þóra – Ragnar Már og Haraldur Franklín tóku öll þátt í keppnum erlendis. Valdís Þóra í Svíþjóð á Ingarö Ladies Masters á LET Access og Ragnar Már og Haraldur Franklín í Evrópumeistaramót einstaklinga í áhugamannaflokki, en mótið fór fram á Duke´s vellinum í Skotlandi. Þeim gekk e.t.v. ekki sem skyldi í þetta sinn en þau eru öll heitir fulltrúar Íslands á erlendri grundu. Það gengur bara betur næst!!!
Það sem er afleitt er eftirfarandi: (Listinn tekur til vikuhlutans 4.-11. ágúst)
1.-5. Allt hernaðarbrölt úti í heimi. ( – Reyndar er þetta algilt og ofangreind tímamörk taka ekki til þess heldur er allt hernaðarbrölt afleitt alltaf, en e.t.v. sérstaklega m.t.t. síðustu viku þegar sést hvernig púðurtunnan í Ísrael getur sprungið við morð á 3 einstaklingum) Það hefir haft í för með sér heilt stríð og yfir 3000 særðir og fallnir í stríði Ísrael við Hamas, Hvar endar þetta? Það sem er afleitt í þessu sambandi er að allir geti ekki leikið sér og spilað golf eins og við hér á Íslandi. Skoðið heitt/afleitt greinarnar og sjáið hvað mannsfallið hefir aukist viku eftir viku. AFLEITT!!! Af hverju getur allt þetta fólk ekki verið lifandi enn og spilað golf?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
