Hvað er heitt og hvað afleitt?
Nú í sumar hefir verið í gangi greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína, enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið.
Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan.
Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf er a.m.k. nefnt 1 atriði af hvoru og í mesta lagi 5 eins og á CBS. Haldið er sömu röð og hjá CBS – það sem er nr. 1 er heitast og síðan volgnar niður listann. Alveg eins með það sem er afleitt – það sem er frámunalega afleitt er í 1. sæti og síðan skánar eftir því sem fer niður listann.
Heitt/afleitt grein birtist alltaft á mánudögum nú í sumar – reyndar á þriðjudegi nú vegna Verzlunamannahelgarinnar.
Hér fer tíundi alíslenski „Hot“ listinn fyrir vikuhlutann 28. júlí – 4. ágúst (Listinn gildir til mánudagsins 11. ágúst):
1. sæti Heitasti kylfingur vikunnar er Kristján Þór Einarsson, GKJ Íslandsmeistari í holukeppni 2014 og sigurvegari Einvígisins á Nesinu. Kristján Þór er sjóðandi heitur, sem sést m.a. á því að hann hefir tvisvar verið í efsta sæti á „Hot-listnum.“
2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS er heitur vegna glæsispils á Einvíginu á Nesinu, þar sem hann fékk m.a. æðislegan örn á 7. braut Nesvallar og átti frábært innáhögg inn á 8. braut.
3. Sigurvegararnir á Verzlunahelgarmótaröðunum. Heitir!!!
4. sæti Karl Ólafsson, GSG og Elvar Aron, GHG eru heitir vegna þess að þeir fengu ása; Karl á 2. braut Kirkjubólsvallar og Elvar Aron á 7 . braut Gufudalsvallar.
5. sæti Guðmundur Arason, GR, fyrir að vera á bessta skorinu á Loftleiðir Open. Glæsilegur!!!
Það sem er afleitt er eftirfarandi: (Listinn tekur til vikuhlutans 28. júlí – 4. ágúst)
1.-5. Allt hernaðarbrölt úti í heimi. ( – Reyndar er þetta algilt og ofangreind tímamörk taka ekki til þess heldur er allt hernaðarbrölt afleitt alltaf, en e.t.v. sérstaklega m.t.t. síðustu viku þegar sést hvernig púðurtunnan í Ísrael getur sprungið við morð á 3 einstaklingum) Það hefir haft í för með sér heilt stríð og yfir 1800 fallnir í stríði Ísrael við Hamas, þar af um 400 börn og yfir 700 börn særð. Hvar endar þetta? Það sem er afleitt í þessu sambandi er að allir geti ekki leikið sér og spilað golf eins og við hér á Íslandi. Skoðið heitt/afleitt greinarnar og sjáið hvað mannsfallið hefir aukist viku eftir viku. AFLEITT!!! Af hverju getur allt þetta fólk ekki verið lifandi enn og spilað golf?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
