Kristján Þór Einarsson, GKJ í teighöggi sínu á 13. braut í morgun. Mynd: Golf 1 Hvað er heitt og hvað afleitt?
Nú í sumar verður nýr greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“
Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan.
Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf er a.m.k. nefnt 1 atriði af hvoru og í mesta lagi 5 eins og á CBS. Haldið er sömu röð og hjá CBS – það sem er nr. 1 er heitast og síðan volgnar niður listann. Alveg eins með það sem er afleitt – það sem er frámunalega afleitt er í 1. sæti og síðan skánar eftir því sem fer niður listann.
Heitt/afleitt grein kemur nú í sumar alltaf til með að birtast á mánudögum.
Hér fer fimmti alíslenski „Hot“ listinn fyrir vikuhlutann 23.-30 júní (Listinn gildir til mánudagsins 7. júlí):
1. Langheitastur er Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari í holukeppni 2014 og stigahæstur sem er á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Kristján Þór er búinn að taka þátt í öllum mótum Eimskipsmótaraðarinnar, sem af er; varð T-4 á 1. mótinu í Leirunni, þar sem hann átti m.a. eftirminnilegan, glæsilegan lokahring upp á 3 undir pari, 69 högg; Kristján varð T-6 á Egils Gull mótinu á Hellu; í 2. sæti á Símamótinu í Borgarnesi, þar sem hann átti tvo hringi upp á 3 undir pari, 68 högg tvo daga í röð og nú í gær varð Kristján Þór Íslandsmeistari í holukeppni. Þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem Kristján Þór verður Íslandsmeistari, hann varð Íslandsmeistari í höggleik 2008 á móti, sem fram fór í Vestmannaeyjum og Íslandsmeistari í holukepnni 2009, sem fór fram á Kiðjabergsvelli. Kristján Þór er líka núverandi klúbbmeistari GKJ og árið áður var hann klúbbmeistari GK og sigrar nokkuð reglulega á stigamótum, t.a.m. sigraði hann á 6. móti Eimskipsmótaraðarinnar í fyrra, Nettó-mótinu. Klárlega einn af okkar albestu kylfingum, sem maður vildi svo gjarnan sjá meira við keppni erlendis fyrir Íslands hönd!
2. Tinna Jóhannsdóttir er Íslandsmeistari í holukeppni kvenna 2014, sem er stórglæsilegt. Tinna lendir hér í 2. sætinu af því svo lítið hefir sést til hennar það sem af er keppnistímabilisins. Það er synd að golfið sé nú bara áhugamál hjá henni því hún á heima á Evrópumótaröð kvenna. Klárlega … caliente!!!
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, efst á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar í kvennaflokki, eftir 4 mót. Það er heitt!!!
4. Sigurður Arnar Garðarsson, Íslandsmeistari í holukeppni 2014 í strákaflokki, sem náði langbesta árangri íslensku keppendanna 17, sem þátt tóku á Finnish International Junior Championship. 2. sætinu í sínum flokki. Stórglæsilegt! Þess mætti geta að Sigurður Arnar, 12 ára, er sá kylfingur sem hefir hvað oftast verið á alíslenska hot-lista Golf1, það sem af er eða í 3 skipti af 5 listum, sem þegar hafa birtst og alltaf meðal bestu kylfinga okkar, enda á Sigurður Arnar svo sannarlega heima meðal þeirra!!!
5. Hinir keppendurnir 16 sem þátt tóku á Finnish International Junior Championship – mörg að stíga sín fyrstu spor í golfmóti á erlendri grundu við allt aðrar aðstæður en hér heima!
Það sem er afleitt er eftirfarandi: (Listinn gildir til mánudagsins 7. júlí):
1, Það sem var algerlega afleitt og fráleitt í þessari viku er að sá sem á titil að verja í Íslandsmóti, í þessu tilviki Guðmundur Ágúst Kristjánsson, fái ekki að taka þátt vegna stigaleysis á Eimskipsmótaröðinni. Þeir sem eiga titil að verja eiga undantekningalaust að fá tækifæri til að verja titla sína í golfmótum.
2. Það mætti segja að aðrir þeir sem séu stigalausir á Eimskipsmótaröðinni geti sjálfir sér um kennt og eigi ekki að fá að taka þátt í Íslandsmóti nema að hafa unnið sér inn lágmark stiga á öðrum mótum Eimskipsmótaraðarinnar. Það varð hins vegar til þess að sumt frábærra kylfinga eins og Axel Bóasson, fékk ekki færi á að taka þátt í Íslandsmótinu í holukeppni, kylfingar, sem gaman hefði verið að fylgjast með á Íslandsmótinu. Allt þetta „stigamál“ líkist mjög máli á Evrópumótaröðinni, þar sem mótaröðin útilokaði kylfinga frá því að taka þátt í lokamótinu í Dubai, nema þeir hefðu spilað á lágmarki móta þar á undan. Í báðum tilvikum stendur til að gera reglubreytingar vegna þess að þetta er afleitt!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
