Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 19:00

Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar hefir verið í gangi greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína, enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið.

Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan.

Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf er a.m.k. nefnt 1 atriði af hvoru og í mesta lagi 5 eins og á CBS. Haldið er sömu röð og hjá CBS – það sem er nr. 1 er heitast og síðan volgnar niður listann. Alveg eins með það sem er afleitt – það sem er frámunalega afleitt er í 1. sæti og síðan skánar eftir því sem fer niður listann.

Heitt/afleitt grein hefir yfirleitt birtst á mánudögum nú í sumar – þessi birtist seinkuð vegna mikils annríkis og fréttamagns.

Hér fer 13. alíslenski „Hot“ listinn fyrir vikuhlutann 18.  – 25. ágúst (Listinn gildir til mánudagsins 1. september 2014):

1. sæti Langheitastar eru sigursveitrnar í Sveitakeppni GSÍ hjá unglingum og eldri kylfingum.  Í 1. deild eldri kvenna var það Sveit GK, sem varð Íslandsmeistari; og í flokki stúlkna 18 ára og yngri var það líka Sveit GK!!!  Frábærir sigrar hjá Keiliskonum!!! Hjá telpum var það sameinuð sveit GA/GHD, sem varð Íslandsmeistari – frábærar og sjóðandi heitar Norðantelpur!!!!  Hjá eldri körlum var það sveit GR sem varð Íslandsmeistari og hjá drengjum 15 ára og yngri einnig Sveit GR.  Frábært hjá GR-ingum!!!  Hjá piltum 18 ára og yngri varð Sveit GKG Íslandsmeistari, sem að vísu virtist vera með Phil Mickelson innanborðs? Sveitin þarf ekki á Phil að halda; hún er nógu heit án hans. Ofangreindir Íslandsmeistarar og sigurvegarar eru langheitastir í þessari viku.

2. sæti  Sjóðandi heitir eru Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB, sem urðu í 3. og 25. sæti á Opna finnska meistaramóti áhugamanna! Flottir fulltrúar Íslands á mótum erlendis.  Gísli varð þar að auki í 3. sæti vikunni áður á Brabants Open – er bara alltaf í verðlaunasæti!!!

3. sæti Heitar eru sveitirnar sem komust upp í 1. deild í Sveitakeppni GSÍ 2014 en það eru sveitir GV og GÖ hjá eldri körlum og GKB og GA hjá eldri konum.

4. sæti Ólafur Björn Loftsson , NK, er líka svolítið heitur en hann komst í gegnum niðurskurð á Landeryd Masters í Svíþjóð og hafnaði í 45. sæti!

5. sæti Að 2 kvenkylfingar skuli hafa hlotið styrk úr Forskoti, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL; heitustu kvenkylfingarnir okkar – Vonandi að þær standi sig vel í verkefnum, sem fyrir höndum eru hjá þeim!  Einnig eru auðvitað heitir aðrir styrkþegar úr Forskoti: Axel Bóasson, GK; Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK. Ef hugsað er út í það er heitt að sjóður sem Forskot skuli vera til staðar á Íalandi til að styðja bestu kylfinganna okkar! og þeim fyrirtækjum sem standa að sjóðnum með GSÍ (Eimskip, Valitor, Íslandsbanka og Icelandair Group) til mikils sóma!!!

Það sem er afleitt er eftirfarandi: (Listinn tekur til vikuhlutans  18.-25. ágúst og gildir til mánudagsins 1. september 2014):

1. sæti Það sem er afleitt er að þetta „ekki“ sumar sé að taka enda.  Sem er kannski ekki svo afleitt ef haustið verður okkur kylfingum gott!!!

2. sæti Það sem er líka afleitt er að allir bestu kylfingarnir okkur eru að fara af landi brott hver á fætur öðrum, flestir að snúa aftur til háskólaliða sinna í Bandaríkjunum. Þeirra er sárt saknað – en að sama skapi vonað að þau standi sig öll sem best erlendis – safni sér reynslu og verði betri í golfi!