Hvað er að Rory? „Það eru ekki púttin heldur einbeitingin“ segir McGinley
Að spyrja að því hvað sé að Rory McIlroy er svolítið eins og gamli djókinn um George Best, ungfrú heim og rúm sem er allt út í 50 punda peningaseðlum.

Þegar kylfingur er með sex topp-10 árangra í 9 mótum sem hann hefir tekið þátt í á keppnistímabili þá ætti í raun ekki að vera þörf á að einhverjar viðvörunarbjöllur fari af stað.
En þegar þessi sami kylfingur er 4faldur risamótssigurvegari og fyrrum nr. 1 þ.e. Rory, þá verður það í auknum mæli augljóst að það er eitthvað sem er að stolti Holywood, Co Down.
Ef hann snýr ekki við blaðinu frá því að komast ekki í gegnum niðurskurð 3 sinnum í röð í the Dubai Duty Free Irish Open og lyftir ekki sigurbikarnum nú á sunnudaginn í The K Club (á Írlandi) þá mun Rory ekki hafa sigrað í 6 langa mánuði samfleytt.
Það er ekki stórt mál ef maður er bara einhver meðalskussi á PGA tTour en fyrir kylfinga af kalíbri Rory þá myndi þetta vera lengsta samfellda eyðimerkurgangan sigurlega séð síðan hann bann enda á svipaða 12 mánaða sigurlausa göngu með sigri á Opna ástralska 2013.
En við vitum öll hvað gerðist eftir það – Rory sigraði 4 sinnum árið 2014; þ.á.m. á 2 risamótum, heimsmóti og BMW PGA mótinu.
En jafnvel fyrirliði Evrópu í Ryder bikarnum 2014, Paul McGinley, er ekki alveg viss um hvað er að Rory núna, jafnvel þó hann gruni að það sér svolítill skortur á sjálfstrausti og einbeitingu fremur en að stutta spilið og púttin séu það sem sé að, sem er þó farið að versna áberandi hjá Rory.
Og eftir að hafa séð Rory landa 12. sætinu á eftir nr. 1 á heimslistanum Jason Day, á The Players, þá heldur McGinley því fram að fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Rory) verði bara að gleyma neikvæðu hugsunum sínum í eins fljótt og hann getur svo hann geti látið allt svekkelsi að baki sér.
Tekið var viðtal við McGinley í vikunni í K Club á Írlandi þar sem hann var að spila við Peter Lawrie, Gavin Moynihan og áhugamanninn Jack Hume og þar sagði hann m.a.: „Arnold Palmer sagði nokkuð sem ég skildi ekki sem strákur en nú skil ég þetta fullkomlega.“
„Hann var vanur að segja: „Besta gjöfin sem gefin er varðandi andlega þáttinn er hæfileikinn til að gleyma.“ Nú skil ég nákvæmlega hvað hann átti við.“
Rory viðurkenndi að hann hefði „pull-að“ teighögg sitt í vatn á par-3 13. s.l. sunnudag vegna þess að hann var enn fúll yfir 2 1/2 metra fuglinum sem hann missti af á 12. braut.
Og McGinley sagði: „Þetta er einmitt það sem ég á við. Hver leikur er aðskilið mót og Jason Day var frábært dæmi um það [á sunnudaginn (15. maí 2016).“
„Það sem er svo frábært við hann er að hann finnur leið til að sigra þó hann sé aðeins með B-leikinn sinn (þ.e. leiki slakar) og Jordan Spieth gerði næstum það sama á The Masters. Þessir strákar þurfa ekki að vera upp á sitt besta til að sigra.“
„Það þarf ekki að komast upp og niður og vera á parinu 9 holur þegar þú ert að spila út í loftið og ná þér aftur á strik 5 sinnum vegna þess að maður sýnir ekki sinn besta leik allar 72 holurnar.“
Rory var næstum í síðasta sæti á the Players varðandi púttin af þátttakendum mótsins en McGinley telur ekki að vandamál Rory sé á flötunum heldur á stutta bilinu milli eyrnanna á honum (Rory).
Hann sagði: „Ég held ekki að púttin séu vandamálið hans (Rory) í augnablikinu. Af einhverjum ástæðum er einbeitingarstigið ekki í lagi og ég veit ekki af hverju.“
Gæti verið að það að Day gengur svona vel hafi sett hann undir pressu? Hver veit?
„Ég held að hann skorti bara svolítið sjálfstraust vegna þess að hann hefir ekki sigrað í nokkurn tímann. Og hann vantar einbeitinguna.“
„Það er ekkert að leiknum hans. Það eru ekki púttin eða chip-in. Það eru ekki taugarnar vegna þess að við vitum að hann getur höndlað gríðarlega pressu.“
„En hann er ekki einbeittur, eins og hann þarf að vera fyrir 72 holur. Hann er að detta inn og úr fókus og er enn meðal topp-10 eða þar um bil í hverri viku.“
„Ég held að jafnvel Rory geti ekki svarað af hverju. Þegar hann var í forystu hér áður stakk hann alla af. Hann verður bara að koma sér aftur á þann stað sem hann var á varðandi einbeitingu og fókus.“
McGinley trúir því að Rory sé maðurinn á Palmer Ryder Cup vellinum í þessari viku vegna þess „að það að slá langt er kostur og Rory getur rutt mikið úr hindrununum úr veginum með því.„
Hvað varðar auka ábyrgðina sem Rory ber vegna þess að hann er gestgjafi í mótinu sagði McGinley: „Hann hefir lært frá því á síðasta ári þegar hann var gestgjafi á Royal County Down.
„Kannski gaf hann eftir of mikið af tíma sínum í stað þess að undirbúa golfið sitt, þannig að ég held að hann muni ekki gera þau mistök aftur.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
