Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2020 | 10:00

Hús Davis Love III brann

Föstudaginn 27. mars sl. brann heimili bandaríska kylfingsins Davis Love III á St. Simons eyju í Georgíu til kaldra kola.

Love III tjáði sig um brunann á Twitter en þar sagði hann:

„On Friday, March 27, our family home was destroyed by an early morning fire.

While everyone at our family is saddened at the loss of our home that was filled with so much laughter and incredible memories, we´re blessed that everyone is safe.

We´re very thankful to the first responders who made a valiant effort to save our home, and we´re keeping things in perspective as people accross our community and around the world are struggling with the current unprecedented health crisis.

We´ve been proud members of the St. Simons Island/Sea Island Community for many years and will continue to be for many more. We appreciate all your thoughts and prayers and your respect for our privacy.“

Lausleg þýðing:

Snemma morguns sl. föstudag, 27. mars, eyðilagðist heimili fjölskyldu okkar í eldi.

Þó allir í fjölskyldunni séu miður sín yfir missi heimilis okkar, sem var fullt af hlátri og ótrúlegum minningum, þá erum við blessuð með það, að allir eru heilir heilsu.

Við erum mjög þakklát fyrstu viðbragðsaðilunum, sem lögðu sig fram við að bjarga heimilinu og höldum hlutunum í samhengi, nú þegar fólk í samfélaginu okkar og um allan heim glímir við fordæmalausa heilbrigðiskreppu, sem nú stendur yfir.

Við höfum í mörg ár verið stoltir félagar í St. Simons Island / Sea Island samfélaginu og munum halda áfram að vera svo, í miklu fleiri ár. Við þökkum allar hlýjar hugsanir ykkar og bænir og virðingu ykkar fyrir friðhelgi einkalífs okkar.