Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2017 | 12:00

Hurly Long efstubekkingur í Texas Tech bætti vallarmet á Pebble Beach Golf Links

Að setja vallarmet er alltaf sérstakt en að gera það á einum frægasta velli heims, Pebble Beach Golf Links er ansi sérstakt.

Hurly Long, efstubekkingur í Texas Tech, náði að bæta vallarmetið á Pebble Beach, lék völlinn á glæsilegu 61 höggi.

Han þurfti m.a. að setja niður 3,5 metra fugla pútt á 18. holu til þess að ná metinu … og það eftir að hafa sett niður 15 metra fuglapútt á 17. braut.

Hurly er frá Mannheim í Þýskalandi og náði vallarmetinu með því að setja niður 1 örn, 10 fugla og 1 skolla!!!

Pebble Beach er bara sérstakur staður,“ sagði Long eftir á við pebblebeach.com. „Ég var að tala við liðsfélaga mína … og hvar annarsstaðar myndi maður vilja eiga vallarmetið? Kannsi Augusta National? Þetta er gríðarmikill heiður.“

Long hélt að hann þyrfti að setja niður örn til að setja vallarmetið en var síðan frá sér numinn að þurfa aðeins fugl!!!