Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2015 | 09:00

Hull sigraði á Turnberry 9 ára

Unga, enska Solheim Cup stjarnan Charley Hull spilaði ekki á Ricoh Women’s British Open árið 2002 þegar það fór fram á Turnberry síðast, en hún veit hvernig tilfinning það er að sigra á vellinum.

Í dag hefst einmitt á Turnberry 3. risamót kvennagolfsins, Opna breska kvenrisamótið (Ricoh Women’s British Open).

Þegar hún var 9 ára fór hún illa með konuna sem var að reyna að vinna hana í lokinn á bresk/írsku áhugamannamóti.

„Hún var 35 ára,“ sagði Hull.

Hull, sem nú er 10 árum eldri (19 ára) man eftir hluta af þessari viku, en það mun reyndar ekki hjálpa henni mikið taktískt í þessari viku.

Ég ætla að reyna að nálgast þetta á allt annan hátt,“ sagði Hull.

 

Þegar hún var 9 ára sló Hull dræv sem voru aðeins 130 yarda (119 metra).  Hún slær mun lengra í dag.

Hull er líka miklu betur undir það búin að spila í allskyns veðri. Hún beinlínis hataði lásí aðstæðurnar sem hún spilaði í þá.

Það rigndi og ég man að ég vildi bara koma mér inn og spila Nintendo DS,“ sagði Hull. „Og svo varð ég að fara út í þennan bráðabana og klúbbfélagi þarna sagði við mig: „Nei, Charley, þú verður að fara út og spila. Og viðbrögðin hjá mér voru: „Ég vil ekki halda áfram að spila í þessu.

Hull telur líka að hún sé betur undir það búin að höndla leiðindaveður núna.

Ég man ekki mikið eftir þessu,“ sagði Hull um sigur sinn í Turnberry.  „Það var virkilega hvasst og þetta var rigningardagur. Það voru 50 mílu á klst. vindhviður og ég feyktist um koll. Vindurinn beinlínis feykti mér um koll á par-3 11. holunni.