Hulda Clara Gestsdóttir. Mynd: seth@gsi.is
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2020 | 20:00

Hulda varð í 13. sæti á Orange Bowl

Hulda Gestsdóttir, GKG tók þátt í Orange Bowl Championship i Flórída, dagana 3.-7. janúar 2020.

Að venju var spilað á hinum glæsilega velli Biltmore hótelsins í Coral Gables.

Hulda náði þeim glæsilega árangri að landa 13. sætinu af 29 keppendum í stúlknaflokki.

Samtals lék Hulda á 22 yfir pari, 306 höggum (79 73 77 77).

Sigurvegari í stúlknaflokki varð Mizuki Hashimoto, sem lék á samtals 1 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Orange Bowl Championship með því að SMELLA HÉR: