Hulda Clara Gestsdóttir, GKG á móti á Eimskipsmótaröðinni (nú mótaröð þeirra bestu) á Hamarsvelli í Borgarnesi. Mynd: Golf 1 Hulda Clara varð í 5. sæti á Opna skoska og Andrea í 8. sæti!!
Dagana 4.-6. apríl kepptu þrír íslenskir kylfingar á Opna skoska áhugamannamótinu fyrir stúlkur og lauk keppni því í gær.
Keppt var á Monfieth vellinum í Skotlandi rétt við Dundee.
Allir keppendurnir voru úr GKG:: Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Andrea Bergsdóttir.
Heildarþátttakendur í mótinu voru 120 þar af voru 70 keppendur U16 þ.e. undir 16 ára aldri.
Hulda Clara náði þeim glæsilega árangri að landa 9. sætinu af heildarþátttakendum þ.e. vera í meðal topp-10 í öllu mótinu og ef aðeins eru taldir U16, sem er sá flokkur sem hún keppti í varð hún í 5. sæti!!!
Hún lék keppnishringina 3 á samtals 10 yfir pari, 229 höggum (84 72 73).

Andrea Bergsdóttir. Mynd: GSÍ
Andrea varð í 16. sæti af heildarþátttakendum og 8. sæti af U16, á 12 yfir pari, 231 höggi (80 74 77).
Eva María komst ekki í gegnum niðurskurð.

Hulda Clara og Eva María Gestsdætur. Mynd: GSÍ
Sjá má lokaúrslitin í Opna skoska áhugamannamótinu fyrir stúlkur með því að SMELLA HÉR:
Aðalfréttagluggi: Hulda Clara Gestsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
