Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2011 | 14:00

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 4

Jafnvel á tímum vonbrigða missti  hún sig aldrei 

eftir Ashley Mayo

Ég var að skrifa um Opna bandaríska í Interlachen 2008 og Ochoa hafði sigrað tvö af undanförnum 3 risamótum kvennagolfsins. Þannig að það var pressa á henni að sigra aftur í þeirri viku. Á sunnudeginum, hvað sem öðru leið, var ljóst að Ochoa var ekki að keppa til úrslita og vonbrigði hennar voru augljós.

En jafnvel þá kom hún ekki fram við aðra á annan hátt þ.e.a.s. hún kom enn fram við alla eins og þeir væru gull og gersemar. Ég man að hún var sú síðasta sem sló af 1. teig þennan sunnudag og með örlítið bros á vörunum horfði hún á sjálfboðaliðann sem var að kynna alla á 1. teig. Hún hafði ekki augun af þessum sjálfboðaliða og þegar nafnið hennar var kallað upp sagði hún „Takk fyrir.“ Ólíkt öðrum kylfingum sem sjá að sigurinn er ekki lengur í sjónmáli þá var þakklæti hennar 100% einlægt.

Þessar 3 mínútur sem ég fylgdist með Ochoa lýsa henni í heild. Hún var fremsti kvenkylfingurinn, en hún var líka ein af þeim auðmýkstu. Og það er svo sannarlega sjaldgæf sjón.