
Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 3
Meistarinn á bakvið meistarann
eftir Roger Schiffman
———————————————
Lorena var ein af fjölmörgum krökkum, sem kom sér áfram í unglingaprógrammi klúbbsins síns (í Guadalajara í Mexíkó). Hún var feimin, en einstakur íþróttamaður, stundaði aðrar íþróttir eins og að klifra og detta úr trjám (þar sem hún úlnliðsbraut sig eitt sinn í slæmu slysi) og vera á hestbaki, en í klúbbnum hennar voru líka hestar. En Rafael Alarcon gat séð að það var eitthvað alveg spes og sérstakt við hana. Hún var með mjög rannsakandi hugsunarhátt. Hann byrjaði á að biðja hana að spila nokkrar holur með sér og fékk hana til þess að stæla sveiflu hans. Hann fór með hana á hvítu teigana þannig að hún neyddist til að slá lengra. „Fyrsta skiptið sem við gerðum þetta,“ rifjaði Rafael upp „sló hún með 3-tré, 7-járni og náði púttinu á par-4 brautinni, en 2. höggið þurfti að slá yfir vatn. Næsta skipti sem við lékum náði hún inn á flöt með 3-tré í 2. höggi. Síðan fór hann aftur með hana á aftari teigana. Alarcon, var, án þess að segja henni frá því að neyða hana til þess að ná meiri kylfuhausshraða (ens. clubhead speed).
Lorena var góð í því að stæla sveilfu hans og hún keyrði hann út með spurningum. Sveiflur þeirra eru mjög líkar. Hann tók hana með sér á mismunandi staði á vellinum, t.d. 75 yarda frá flöt, þar sem trjágrein byrgði sýn inn á flöt, henti niður 3 boltum og sagði henni að slá með 9-járninu sínu, PW og SW. Þar með undirstrikaði hann náttúrulega hæfileika hennar og kenndi henni að slá högg og stjórna boltafluginu.
Þau voru oft að leika sér á vellinum eða á æfingasvæðinu. „Þetta verður alltaf að vera gaman,“ sagði Alarcon. Að hrópa upp fjarlægðina og láta hana slá með bundið fyrir augun var ekki bara gaman (og erfitt) heldur líka frábær aðferð til þess að þjálfa tilfinningu (þessi aðferð er m.a. notuð af golfkennurum hér á Íslandi – er t.d. góð í púttum.) Rafael hefir leikið svona leiki með Lorenu allt hennar líf. Og í dag þykir hún ein af allra bestu tilfinninga-kylfingum allra tíma.
Heimild: GolfDigest.com, 15. nóvember 2008
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING