
HSBC: Kaymer sigraði í Kína – á 63 höggum!
Loksins! Loksins! Eftir sigurleysi frá því í Abu Dhabi snemma árs tókst fyrrum nr. 1 í heiminum, þýska kylfingnum Martin Kaymer loksins að landa sigri. Hann átti frábæran lokahring í dag á HSBC heimsmótinu í Sheshan í Kína. Kom í hús á 63 högga glæsihring og jafnaði þar með vallarmetið, sem Oosthuizen setti á 2. hring mótsins! Martin Kaymer spilaði skollafrítt og fékk 9 fugla þar af 7 á seinni 9. Samtals var Martin á -20 undir pari, samtals 268 höggum (69 68 68 63); átti 3 högg á næsta mann.
Í 2. sæti mikilla vonbrigða er Svíinn Fredrik Jacobson, sem búinn var að leiða allt mótið. Hann lauk keppni á – 17 undir pari, 271 höggi (67 66 67 71). Fredrik var á -1 undir pari lokahringinn og honum hefði nægt til sigurs að vera á einhverju af því skori sem hann var búinn að vera á undanfarna 3 daga, en það einfaldlega var ekki í kortunum fyrir hann.
Í 3. sæti var G-Mac (Norður-Írinn Graeme McDowell), höggi á eftir Jacobson, samtals -16 undir pari og 4. sætinu deildu risamótssigurvegararnir Rory McIlroy og Charl Scwartzel og Englendingurinn Paul Casey, allir á – 15 undir pari, heilum 5 höggum á eftir Martin Kaymer, hver.
Louis Oosthuizen deildi 7. sætinu ásamt þeim Hunter Mahan og Justin Rose á samtals -14 undir pari, hver. Af öðrum sem þátt tóku mætti geta að Lee Westwod lauk keppni T-13 (-10 undir pari) og Keegan Bradley, sem leiddi eftir 1. dag varð T-16 (á samtals -9 undi pari).
Til þess að skoða úrslitin á HSBC mótinu smellið HÉR:
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða