Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2016 | 12:45

Hrekkjavökubúningar stjörnukylfingsfjölskyldna

Í gær, 31. október 2016 var hrekkjarvaka.

Þá er til siðs að klæða sig í hrekkjarvökubúninga og þar eru PGA kylfingar og fjölskyldumeðlimir þeirra engin undantekning.

Í meðfylgjandi fjórskiptri mynd sem prýðir fréttaglugga Golf 1 með þessari frétt má m.a. sjá Luke Donald og fjölskyldu hans klædda eins og persónur úr 1001 nótt (mynd efst t.h.)

Nr. 1 á heimslistanum Jason Day og fjölskylda völdu að vera eins og Wolf Hawkfield (tölvuleikjapersóna)  (sjá neðri mynd t.v.) og svo má á ýmsum stöðum sjá Greg Norman klæddan sem indjána.

Efst t.v. má svo sjá hvernig Paulina Gretzky, heitkona og barnsmóðir Dustin Johnson var þessa hrekkjarvökuna en þemað hjá henni var „slay all day.“

Scott Stallings og fjölskylda (neðri mynd t.h) var eins og Giant Ninja Mutant turtles þ.e. eins og skjaldbökur o.fl. o.fl. myndir má sjá á félagsmiðlunum frá stjörnukylfingum að halda upp á hrekkjarvöku.