Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2011 | 07:30

Hr. Golf Ítalíu – Mario Camicia – er látinn 70 ára að aldri

Mario Camicia, sem margir álitu vera Hr. Golf Ítalíu, lést eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann varð 70 ára.

Camicia var mótsstjóri Opna ítalska í mörg ár til ársins 1992 og hann var einnig fyrsti golfíþróttafréttamaður Ítalíu í sjónvarpi og gaf frá sér álit sitt á leiknum til ítalskra áhorfenda í 20 ár og jók þar með ekki aðeins skilning á leiknum í heimalandi sínu heldur einnig áhuga.

Hann kom fyrst fram í hlutverki golffréttamanns árið 1981 í Mediaset og vann síðan á kapalsjónvarpinu Telepiu, sem nú heitir Sky Italia.

Ástríða hans á golfinu kom fram í gegnum fréttaflutning hans og tilfinningaþrungin orð hans þegar  Costantino Rocca setti niður frægt pútt sitt í Valley of Sin á 18. flöt St Andrews árið 1995 til þess að knýja fram umspil við  John Daly í Opna breska hefir verið spilað aftur og aftur á ýmsum ítölskum vefsíðum frá andláti hans.

En burtséð frá allri golffréttamennsku þá var hann líka meðstofnandi tímaritsins ‘Golf Italiano’, sem hann sagði skilið við árið 1980. Hann átti líka í samstarfi við ‘Gazzetta dello Sport’ og ‘il Giornale’ og var ráðgjafi ‘Golf Style.’

Eftirmæli fyrir hönd Evróputúrsins flutti framkvæmdastjórinn George O’Grady sem þekkti Camicia mestallan starfstíma þess síðarnefnda í íþróttinni. Hann sagði m.a.:

„Í Mario kom saman allt sem er sérstakt í sambandi við ítalskt golf,“ sagð O´Grady. „Hann var ákafur stuðningsmaður, þrotlaus framkvæmdaaðili og stjórnandi Opna ítalska og í mörg ár frábær og ástríðufullur sjónvarpsgolffréttaskýrandi sem stuðlaði á ríkan máta að vexti ekki bara  íþróttarinnar meðal allra stiga ítalskra golfara heldur líka Evrópumótaraðarinnar.“

„Hann og hans persóna voru tekin opnum höndum á Ítalíu og munum við öll sakna hans og margir félaga okkar. Hann var einfaldlega einstakur.“

Frægð Rocca, þ.á.m. þátttaka hans í 3 Ryderbikarskeppnum heillaði Camicia mjög sem og þegar Edoardo og Francesco Molinari komu á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum – og fylgdu í fótspor Rocca í Ryder bikarnum 2010 – og auðvitað Matteo Manassero, sem varð Sir Henry Cotton nýliði ársins á The European Tour þetta sama keppnistímabil.

Rocca sjálfur sagði: „Í dag hef ég misst góðan vin og Ítalía hefir misst stórbrotinn persónuleika, sem gaf mikið til íþróttar sinnar. Rödd hans mun ávallt vera í hjarta okkar. Ciao Mario.”

Edoardo Molinari sagði: „Mario var einn af áhrifamestu aðilum í golfi á Ítalíu. Þegar ég horfði á golf í sjónvarpi sem barn þá var hann eini golffréttamaðurinn og ég man enn skýrt eftir rödd hans og góðum húmor og hæfileika hans að halda manni límdum við skjáinn.“

„Ég man líka eftir áhuganum sem hann sýndi þegar ég og Francesco komumst í Ryder Cup liðið – þegar ég hitti hann í Crans daginn eftir að Monty tilkynnti um hverjir væru í liðinu, faðmaði hann mig að sér eins og ég væri eitt af börnum hans og hann var hamingjusamasti maður sem hægt er að hugsa sér.“

Franco Chimenti, forseti ítalska golfsambandsins sagði:  “Hann var rödd ítalsks golfs. Hann og fréttaflutningur hans á Sky voru mikilvægt framlag til þekkingar okkar á íþróttinni, umfram hrings keppenda og kylfinga. Golf hefir misst mikinn stuðningsmann sinn og við höfum misst mikinn vin okkar. Fyrir mig persónulega veldur þetta mér óbætandi sársauka.“

Donato Di Ponziano, forseti skipulagsnefndar Opna ítalska sagði: „Ítalskt golf stendur í þakkarskuld við þennan mikla karakter. Rödd hans fylgdi mörgum stórum stundum þegar Sky Italia sýndi golfleiki. Hann var líka skipuleggjandi margra Opinna ítalskra og fáir ef nokkrir hafa verið jafn tilfinningalega innviklaðir í mótið og hann.

„Mario var og mun ávallt verða, mikilvæg uppspretta innblásturs í vinnu okkar. Við, Franco Chimenti og ítalska golfsambandið ásamt öllum ítölskum kylfingum snúum okkur að fjölskyldu Marios núna og föðmum þau að okkur frá dýpstu hjartarótum.“

Jarðaför Mario Camicia fer fram nú á fimmtudaginn, 29. desember 2011, kl. 11 frá  Santa Maria delle Grazie, Corso Magenta, í Milanó. Eftirlifandi aðstandendur eru eiginkona hans Silvia og börn þeirra Francesca (23) og Michele (16).