Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 10:30

FedEx Cup: Horschel ætlar að einbeita sér að Tour Championship fremur en að vera viðstaddur fæðingu 1. barns síns!!!

Kylfingar eru þekktir fyrir að láta allt sitja og standa þegar von er á fyrstu börnum þeirra eða öðrum börnum.

Frægt er t.a.m þegar Ryder Cup leikmaðurinn Hunter Mahan dró sig úr RBC Canadian Open mótinu 27. júlí 2013 eftir að hafa verið í 1. sæti þegar mótið var hálfnað, eftir að hann fékk símhringingu þar sem honum var sagt frá því að kona hans, Kandi, væri komin með hríðir – hann flýtti sér og var viðstaddur fæðingu fyrsta barns síns, dóttur sinnar, Zoe Oliviu Mahan, sem fæddist 28. júlí 2013.

Það má segja ýmislegt um Patrick Reed en hann er einn af þeim sem lét allt sitja og standa til að vera viðstaddur fæðingu fyrsta barns síns. Reed dró sig úr HP Byron Nelson til þess að vera hjá konu sinni, Justine,  en dóttir þeirra var sett á 26. maí s.l.

GMac þ.e. Graeme McDowell var viðstaddur fæðingu fyrsta barns síns og Kristin Stipe eiginkonu sinnar, Vale Esme 25. ágúst s.l.  …. og svona mætti lengi telja.

Brittany og Billy Horschel

Brittany og Billy Horschel

Billy Horschel er undantekningin frá þessu.

Billy Horschel, sem nú er í 1. sæti þegar Tour Championship er hálfnað, á von á fyrsta barni sínu, dóttur, með eiginkonu sinni, Brittany.  Hann metur tækifærið á að vinna 10 milljónir bandaríkjadala meira en að vera viðstaddur fæðingu fyrsta barns síns.

„Konan mín og ég eigum von á okkur viku frá og með laugardeginum (þ.e. í dag)“ sagði Horschel blaðamönnum eftir að hann tók forystuna á 1. hring í East Lake Golf Club í gær, eftir að hafa leikið á 4 undir pari, 66 höggum. „Á golfvellinum reyni ég að hugsa ekkert um þetta.“ 

„Við höfum ákveðið að ef hún (Brittany) fer upp á fæðingardeild meðan ég spila, þá muni ég bara halda áfram að spila vegna þess að $ 10 milljónir eru mikill peningur og ég ætla ekki að láta þetta færi úr greipum mér ganga.“

„Ég flýg bara heim eftir hringinn og síðan aftur í mótið nokkrum tímum síðar og ver tíma með þeim.“

Horschel komst í 2. sætið á FedEx Cup stigalistnaum eftir að hann varð í 2. sæti  á Deutsche Bank Championship fyrir 2 vikum og sigraði síðan á  BMW Championship s.l. sunnudag.

Hann sagði að hann vildi ekki fá fréttir um að kona hans væri að eiga meðan hann væri að spila.

„Við höfum talað um þetta“ sagði hinn 27 ára Horschel . „Ég ætla að vera á golfvellinum. Ég vil fá fréttir af þeim eftir hringinn. Ég verð að halda einbeitingunni á vellinum.“

„En þegar hringurinn er búinn flýg ég strax heim ver nokkrum klukkustundum með þeim og flýg tilbaka seinna sama dag eða næsta morgun fyrir næsta hring.“

Aðspurður hvort hann væri stressaðri fyrir fæðingu barnins eða tækifærinu að sigra á Tour Championship sagði Horschel: „Ég er ekkert stressaður fyrir fæðingu barnsins. Eiginkona mín og ég erum mjög spennt fyrir því.“

„Ég get bara ekki beðið eftir að það loks gerist. Ég er spenntur fyrir að barnið loks fæðist. Og ég er spenntur yfir tækifærinu að vinna mér inn $ 10 milljónir.“

„Að hafa tækifæri á að vinna sér inn $ 10 milljónir dollara og eiga von á fyrsta barni sínu er sérstakt, þetta er sérstakur tími ársins sem þetta allt gerist á. „

Spurning bara ef Horschel vinnur nú mótið ekki og missir af fæðingunni…. hvernig líður honum þá að hafa misst af einu stærsta augnabliki lífs síns?