Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 12:00

Horovitz náði golfbolta kapteinsins!

Íslandsvinurinn Oliver Horovitz, sem m.a. skrifaði golfbókina vinsælu „An American Caddie in St. Andrews“ sem hann áritaði m.a. hér á landi í lok nóvember s.l. átti eftirminnilega stund á St. Andrews fyrir 3 dögum þegar nýr „kapteinn“, George MacGregor, OBE,  tók við í St. Andrews.

Oliver Horovitz

Oliver Horovitz

Þannig er að þegar nýr kapteinn tekur við stöðu sinni þá „drævar“ hann sjálfan sig inn í embættið, svo að segja, þ.e. hann slær teighögg (drævar) af 1. teig Old Course eftir að skotið er úr fallbyssu, allt skv. hefðinni.  Athöfnin nefnist „The Drive In.“

Önnur hefð er sú að kylfusveinar St. Andrews eru fyrir miðju brautarinnar og hlaupa á eftir bolta nýja kapteinsins.

Það gerði „okkar maður“ Horovitz og viti menn hann náði bolta kapteinsins að þessu sinni og er þetta í 2. sinn sem hann afrekar þetta  – sem sýnir bara þvílíkur afburða kylfusveinn Horovitz er!  (Horovitz hefir verið kylfusveinn á St. Andrews frá árinu 2003, þ.e. í 11 ár með skömmum hléum vegna bókarútgáfu, kynningarferðum á bók sinni og viðtölum.)

Að launum fær kylfusveinninn eftir að hann skilar boltanum til kapteinsins, skv. hefðinni, gullpening fyrir og nú á Horovitz tvo þannig peninga og getur farið að koma sér upp safni slíkra peninga!!!

Sjá má frétt um „Drive-In“ á MacGregor í embætti kapteins St. Andrews og afreki Horovitz á vefsíðu R&A með því að SMELLA HÉR: