Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2019 | 07:00

Hoffmann trúlofast

Nýja árið byrjar vel hjá PGA Tour kylfingnum Morgan Hoffmann.

Hann tilkynnti í gær, 2. janúar 2018,  að trúlofun sín og kærustu sinnar, Chelsea Colvard, til margra ára, hefði farið fram nú í árslok 2018.

Hann sagði þetta hafa breytt 2018 frá því að vera algerlega versta ár ævi sinnar í það allra besta.

Ég fæ að giftast draumastúlkunni minni“ Ég er svo heppinn, hef aldrei kynnst manneskju sem er svo elskuleg og umhyggjusöm – 2018 fór úr því að vera versta ár ævi minnar í algerlega það besta !!!

Fyrri ári síðan, í desember 2017 tilkynnti Hoffmann að hann væri með vöðvarýrnunarsjúkdóm (muscular dystrophy) og hann hefir verið að kljást við sjúkdóminn, allt árið 2018 og spilaði aðeins í 5 mótum 2017-2018.

Nú er nýtt ár 2019 og allt upp á við fyrir Hoffmann!