Hmm… heilsuráðgjöf frá Hákarlinum?
Steve Stricker dró sig sem kunnugt er úr BMW meistaramótinu um miðjan s.l. mánuð s.s. allir muna og spilaði ekki um risapottinn á Tour Championship, lokamóti FedEx umspilsins. Ástæðan voru þrálát meiðsl í hálsi og styrkmissir í vinstri handlegg. Nú þegar Presidents Cup keppnin nálgast virðist hann hafa tekið einhverjum framförum en er ekki orðinn góður. Í viðtali við golffréttamanninn Gary D´Amato sagði Stricker að dregið hefði úr eymslunum í vinstri handlegg og hendi vegna hvíldar og teygjuæfinga sem hann er í. Hann segist enn vera aumur í vinstri hendi og m.a. hafi hann enga tilfinningu í tveimur fingrum. „Ég get sagt að ég hef ekki styrk núna,” sagði Stricker „Tilfinning í vinstri handlegg mínum er önnur en í þeim hægri. Þegar ég þarf að opna krukkur heima hef ég t.d. ekki styrk í það.”
Eitt af því sem gerst hefir er að Greg Norman, alías Hvíti Hákarlinn hringdi upp úr þurru til þess að gefa Stricker heimilsfang hjá lækni sínum. Því var tekið með mikilli tortryggni í bandarísku herbúðunum. Eins sagði Stricker að liðsstjóri sinn í Presidents Cup, Fred Couples hefði hringt, en Couples hefir verið með krónískan bakverk árum saman. Couples bauð líka heimilisfang hjá lækni sínum.
Athyglisverð umhyggjan sem Norman sýnir Stricker eftir ummæli sem hann lét falla um að sér fyndist að Keegan Bradley hefði átt að fá tækifæri til að spila í Presidents Cup, en búið er að gefa út að Keegan fái að spila ef Steve Stricker er ekki búinn að ná sér.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024