
Hmm… heilsuráðgjöf frá Hákarlinum?
Steve Stricker dró sig sem kunnugt er úr BMW meistaramótinu um miðjan s.l. mánuð s.s. allir muna og spilaði ekki um risapottinn á Tour Championship, lokamóti FedEx umspilsins. Ástæðan voru þrálát meiðsl í hálsi og styrkmissir í vinstri handlegg. Nú þegar Presidents Cup keppnin nálgast virðist hann hafa tekið einhverjum framförum en er ekki orðinn góður. Í viðtali við golffréttamanninn Gary D´Amato sagði Stricker að dregið hefði úr eymslunum í vinstri handlegg og hendi vegna hvíldar og teygjuæfinga sem hann er í. Hann segist enn vera aumur í vinstri hendi og m.a. hafi hann enga tilfinningu í tveimur fingrum. „Ég get sagt að ég hef ekki styrk núna,” sagði Stricker „Tilfinning í vinstri handlegg mínum er önnur en í þeim hægri. Þegar ég þarf að opna krukkur heima hef ég t.d. ekki styrk í það.”
Eitt af því sem gerst hefir er að Greg Norman, alías Hvíti Hákarlinn hringdi upp úr þurru til þess að gefa Stricker heimilsfang hjá lækni sínum. Því var tekið með mikilli tortryggni í bandarísku herbúðunum. Eins sagði Stricker að liðsstjóri sinn í Presidents Cup, Fred Couples hefði hringt, en Couples hefir verið með krónískan bakverk árum saman. Couples bauð líka heimilisfang hjá lækni sínum.
Athyglisverð umhyggjan sem Norman sýnir Stricker eftir ummæli sem hann lét falla um að sér fyndist að Keegan Bradley hefði átt að fá tækifæri til að spila í Presidents Cup, en búið er að gefa út að Keegan fái að spila ef Steve Stricker er ekki búinn að ná sér.
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open