Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2022 | 23:59

HM áhugakylfinga 2022: Spennandi keppni framundan í liðakeppni kvenna

Íslenska kvennalandsliðið í golfi hefur leik miðvikudaginn 24. ágúst á Heimsmeistaramótinu í liðakeppni áhugakylfinga, Espirito Santo Trophy. Andrea Bergsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir skipa íslenska liðið. Með þeim í för eru Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari.

Mótið fer nú fram í 29. skipti og hefst keppni miðvikudaginn 24. ágúst og lokadagurinn er 27. Ágúst. Keppt er á tveimur völlum. Le Golf National og Golf de Saint-Nom-La-Bretèche, sem eru rétt utan við París í Frakklandi.

Alls eru 56 þjóðir sem taka þátt en mótið hefur aðeins einu sinni verið með fleiri liðum, 57 á Írlandi árið 2018.

Ísland leikur með Finnlandi og Argentínu fyrstu tvo keppnisdagana. Mótið er 72 holu höggleikur, og 2 bestu skorin af alls 3 telja á hverjum degi.

Ragnhildur var í íslenska liðinu árið 2018 en Andrea og Hulda Clara hafa ekki leikið á HM áður.

Rástímar íslenska liðsins:

1. dagur á Saint Nom La Breteche (10:28-10:50) að íslenskum tíma) – hefja leik á 1. teig

2. Dagur á Le Golf National (6:33-6:55 að íslenskum tíma) – hefja leik á 10. Teig

Nánar hér:

Röðun á teig fyrstu tvo dagana er þannig:
Andrea Bergsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir.

Á síðustu tveimur keppnisdögunum leika liðin sem eru í efri hluta mótsins á þriðja hringinn á

Le Golf National og fjórða hringinn á Saint Nom La Breteche. Liðin sem eru í neðri hlutaknum leika Saint Nom La Breteche á þriðja keppnisdegi og Le Golf National á fjórða keppnisdeginum.

Ísland tók fyrst þátt á þessu móti árið 1994 þegar mótið var haldið í 16. sinn. Mótið í ár er það 10. hjá Íslandi frá árinu 1964. Besti árangur Íslands er 24. sætið árið 1994 en þá tóku 29 þjóðir þátt. Árið 2014 endaði Ísland í 29. sæti af alls 50 þjóðum sem tóku þátt.

Bandaríkin hafa titil að verja og alls hefur bandaríska liðið sigrað 14 sinnum í þau 28 skipti sem mótið hefur farið fram. Aðeins fimm þjóðir hafa sent lið til keppni í öll 28 skiptin frá því að fyrst var keppt árið 1964. Það eru Frakkland, Ástralía, Japan, Svíþjóð og Bandaríkin. Kazakstan tekur nú þátt í fyrsta sinn. Elsti keppandinn í mótinu er Beatriz Arenas sem keppir fyrir Guatemala. Hún er 74 ára. Yngstu keppendurnir eru 13 ára, Sofia Cherif Essakali frá Marokkó og Islamiya Abeldi frá Kasakstan. Tyanna Jacot frá Guam og Katerina Bulkovska frá Lettlandi eru báðar 14 ára.

Árangur Íslands frá upphafi:

2018:
39. sæti af alls 57 þjóðum

Helga Kristín Einarsdóttir 303 högg (79-73-76-75)
Saga Traustadóttir 313 högg (76-75-83-79)
Ragnhildur Kristinsdóttir 319 högg (85-85-75-74)

2016:
43.- 44. sæti af alls 55 þjóðum.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir 300 högg (79-76-69-76)
Berglind Björnsdóttir 325 högg (77-89-78-81)
Signý Arnórsdóttir 329 högg (79-90-76-75)

2014:
29. sæti af alls 50 þjóðum.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir 294 högg (75-72-73-74)
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 294 högg (74-75-71-74)
Sunna Víðisdóttir 309 högg (75-81-78-75)

2012:
36. sæti af alls 53 þjóðum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 296 högg (79-70-76-71)
Valdís Þóra Jónsdóttir 309 högg (77-76-77-79)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir 316 högg (79-80-78-79)

2010:
42. sæti af alls 52 þjóðum.

Tinna Jóhannsdóttir 307 högg (78-77-74-78)
Signý Arnórsdóttir 308 högg (77-80-77-74)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir 315 högg (86-75-77-77)

2008:
41. sæti af alls 48 þjóðum.

Tinna Jóhannsdóttir 317 högg (83-75-79-80)
Helena Árnadóttir 323 högg (80-83-78-82)
Eygló Myrra Óskarsdóttir 329 (85-81-82-81)

2006:
33. sæti af alls 42 þjóðum.

Nína Björk Geirsdóttir 311 högg (75-78-77-81)
Tinna Jóhannsdóttir 315 högg (81-76-78-80)
Anna Lísa Jóhannsdóttir 319 högg (79-79-79-82)

2004: Ísland tók ekki þátt
2002: Ísland tók ekki þátt

2000:
32. sæti af alls 40 þjóðum.

Ólöf María Jónsdóttir – (81-74)
Herborg Arnarsdóttir – (86-82)
Ragnhildur Sigurðardóttir – (76-80)
*upplýsingar vantar um skor tvo síðustu hringina

1998: Ísland tók ekki þátt
1996: Ísland tók ekki þátt

1994:
24. sæti af alls 29 þjóðum.

Karen Sævarsdóttir 318 högg (80-77-80-81)
Ragnhildur Sigurðardóttir 306 högg (75-80-76-75)
Herborg Arnarssdóttir 340 högg (87-88-77-88)

1992: Ísland tók ekki þátt.
1990: Ísland tók ekki þátt
1988: Ísland tók ekki þátt
1986: Ísland tók ekki þátt
1984: Ísland tók ekki þátt
1982: Ísland tók ekki þátt
1980: Ísland tók ekki þátt
1978: Ísland tók ekki þátt
1976: Ísland tók ekki þátt
1974: Ísland tók ekki þátt
1972: Ísland tók ekki þátt
1970: Ísland tók ekki þátt
1968: Ísland tók ekki þátt
1966: Ísland tók ekki þátt
1964: Ísland tók ekki þátt