Hlynur og Ragnhildur í 25. sæti
Hlynur Bergsson, GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR enduðu jöfn í 25. sæti á Duke of York golfmótinu en lokahringurinn fór fram í dag. Ragnhildur, sem er líkt og Hlynur, Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára, lék á 74 höggum í dag eða +2 og Hlynur var á +5 eða 77 höggum. Ragnhildur, sem er úr GR, lék hringina þrjá á 77-77-74 eða 228 höggum. Hlynur, sem er úr GKG, lék hringina þrjá á 228 höggum 77-72-77. Gísli Sveinbergsson úr Keili sigraði á þessu sterka áhugamannamóti í fyrra en finnski kylfingurinn Oliver Lindell stóð uppi sem sigurvegari á 207 höggum (73-68-66).
Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR:
Leikið var á, Shore og Dunes völlunum á Prince’s, en golfvallasvæðið er alls 27 holur og skipt upp í þrjá 9 holu hluta.
Úrtökumót fyrir Opna breska meistaramótið fara fram árlega á þessum völlum. Völlurinn eru ekki langt frá hinum sögufræga Royal St George’s velli þar sem Opna breska hefur farið 13. sinnum fram og síðast árið 2011 þar sem Norður-Írinn Darren Clarke sigraði.
Landsmeistarar frá 27 löndum víðsvegar um veröldina taka þátt – en alls eru 56 keppendur.
Íslenskir kylfingar hafa verið sigursælir á þessu móti á undanförnum árum en Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) (2010), Ragnar Már Garðarsson (GKG) (2012) og Gísli Sveinbergsson (GK) (2014) hafa allir fagnað sigri á þessu móti. Rory McIlroy frá Norður-Írland, sem er í efsta sæti á heimslista atvinnukylfinga, varð annar á þessu móti árið 2004.
Leiknar voru 54 holur og er einn keppnisflokkur fyrir alla, konur og karla.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
