Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2014 | 11:30

Hlustið á unglingana! Ingvar Andri og Birkir Orri með 100% rétta spá um úrslit Opna breska

Hér á Golf 1 birtist fyrir Opna breska í síðustu viku „Spá unglingana“, en nokkrir af handahófi valdir íslenskir afreksunglingar í golfi voru beðnir um að svara eftirfarandi spurningum:

1. Nefnið þá 5 sem þið teljið líklegasta til að sigra á Opna breska.

2. Hver vinnur Opna breska?

3. Kemur sigurinn á Opna breska í ár á óvart?

4. Hver af 56 bandarískum kylfingum, sem tekur þátt í Opna breska, kemur til með að standa sig best?

Hér má sjá svör unglinganna SMELLIÐ HÉR: 

Eins og sjá má af svörunum töldu næstum allir þ.e. allir nema 3 líklegt að Rory McIlory stæði uppi sem sigurvegari á Opna breska eða 9/12 hluti þ.e. 75% svarenda!!! …. sem er miklu hærra hlutfall en í öðrum alíslenskum sérfræðispám annarra golfvefja.

Birkir Orri Viðarsson, ásamt kylfusveini. Hann varð í 2. sæti í Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2014, í strákaflokki. Mynd: Golf 1

Birkir Orri Viðarsson, ásamt kylfusveini. Hann varð í 2. sæti í Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2014, í strákaflokki. Mynd: Golf 1

Tveir svarenda, sem báðir spila í yngsta aldursflokknum á Íslandsbankamótaröðinni, þ.e. strákaflokki 14 ára og yngri,  þeir Ingvar Andri Magnússon, GR og Birkir Orri Viðarsson, GS spáðu þar að auki rétt í öllum 4 spurningunum þ.e. voru með 100% rétta spá – 1. töldu Rory einn af 5 líklegustu til að sigra Opna breska; 2. sögðu ákveðið að Rory myndi sigra; 3. þriðju spurningunni mátti svara á hvorn veginn m.t.t. úrslita, og 4.  Rickie Fowler stóð sig best af bandarísku kylfingunum, en líkur á að svara þeirri spurningu rétt voru 1/56.

Aftur: engin önnur alíslensk sérfræðispá var með réttu svörin við svipuðum spurningum og fyrrgreindum 4 spurningum.

Þetta sýnir bara að það borgar sig að fylgjast með íslensku afreksunglingunum okkar og hlusta á þá, því greinilegt er að þeir fylgjast vel með því sem er að gerast í golfheiminum!

Þeir sem reyndust sannspáastir allra, þ.e. Ingvar Andri og Birkir Orri fá fyrir vikið sendan smáglaðning frá Golf1.is!