Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2011 | 14:00

Hjörleifur Bergsteinsson, GK, keppir á Gator American Junior í Flórída

Hjörleifur Bergsteinsson, GK, keppir á Gator American Junior mótinu í Ponte Vedra, Flórída, en mótið er hluti World Junior Golf Series. Spilaðir eru 3 hringir í mótinu og eru þátttakendur 75 frá 25 þjóðlöndum.  Eftir tvo spilaða hringi er Hjörleifur á samtals 176 höggum (88 88) þ.e. +32 yfir pari. Sem stendur er Hjörleifur í 48. sæti en eftir er að spila lokahringinn á morgun.

Í efsta sæti af piltunum er Adrian Meronk frá Póllandi og í 1. sæti hjá stúlkunum er Marina Stuetz frá Austurríki.

Golf 1 óskar Hjörleifi góðs gengis á lokahringnum á morgun!

Sjá má stöðuna í mótinu með því að smella HÉR: