Hjón fara holu í höggi.. á sama hring
Hjónin Colin og Terri Heyes hafa nú þegar lokið golfhring lífs síns – en bæði fóru holu í höggi á sama hring.
Hjónin koma frá New Plymouth í Nýja Sjálandi og höfðu þegar farið holu í höggi nokkrum sinnum þegar þau spiluðu 18 holur á Ngamotu golfvellinum, nú á mánudeginum fyrr í vikunni, 5. febrúar 2018.
En nokkrum holum síðar höfðu þau bætt tveimur ásum við safnið. Colin fékk sinn ás á 9. holu (sem er reyndar eina holan sem honum hefir tekist að fá ás á áður) og Terri fékk ásinn sinn á 14. holu.
Þetta afrek var samt ekki alveg fullkomið. Terri hafði misst bolta sinn í hátt gras eftir 1. högg sitt – þannig að hún sló aftur af teig og þá kom ásinn, en skorið var 3 á skorkortinu.
„Þetta var betra vegna þess að maður hélt „Ó þetta verður hátt skor“ en svo var hún bara með 3 högg,“ sagði Colin .
„Terri leit bara vantrúuð á mig og endurtók í sífellu „sástu þetta?„
Golf virðist vera í Heyes genunum því synir þeirra Colin og Terri, Steven og Logan hafa báðir keppt fyrir Taranaki og Steven ætlar að gerast atvinnumaður í golfi.
„Logan er býsna góður líka, miklu betri en við. Þetta er það sem gerist þegar maður byrjar ungur í golfi,“ sagði Colin.
Colin telur þó að golfið snúist að mestu um heppni og ef svo er þá er Ngamotu svo sannarlega lukkuvöllurinn þeirra hjóna.
„Hvorugrt okkar hefir farið holu í höggi annarsstaðar,“ sagði hann.
Colin er með 5 í forgjöf og hefir spilað golf frá 14 ára aldri og þegar hann kynntist Terri segist hann hafa sagt henni eftirfarandi:
„Ég sagði henni að það væri eins gott fyrir hana að læra golf annars yrði hún golfekkja,“
Terri fór að læra golf fyrir 15 árum og hefir hægt og bítandi náð að lækka forgjöf sína í 9.
„Mér gengur bara svona „allt í lagi,“ sagði Terri ánægð með ásinn sinn.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
