
Hjartaþeginn Erik Compton hlaut kortið á PGA
Tvöfaldur hjartaþegi Erik Compton vann sér inn kortið sitt á PGA Tour fyrir næsta keppnistímabil, þegar hann lauk keppni í gær í 13. sæti á peningalista Nationwide Tour. Það eru 25 efstu á peningalista Nationwide Tour, sem hljóta keppnisrétt á PGA 2012. Compton er alls búinn að sanka að sér $239,737 í verðlaunafé á árinu, en stærstur hluti þess kom í hans hlut í júní s.l. sumar þegar hann vann fyrsta mótið sitt, Mexico Open á Nationwide. Hinn 31 ára Compton hefir spilað á 30 PGA mótum en aldrei tekist að tryggja kortið sitt áður. Reyndar var hann á tímabili alls ekki viss um að hann myndi geta verið atvinnumaður í golfi, hvað þá á PGA Tour.
„Þetta er kraftaverk” sagði Compton. „Þetta er virkilega kraftaverk, sem mér hefir tekist.”
Compton greindist 9 ára með cardiomyopathy, sem er stækkun hjartans, sem skerðir hæfileika þess til þess að pumpa blóði. Árið 1992, þ.e. 3 árum síðar fékk Compton nýtt hjarta. Hann þarfnaðist síðan annars hjartagjafa 2008 þegar fyrra hjarta hans gaf sig.
Compton byrjaði í golfi eftir fyrstu hjartaígræðsluna, bara til þess að koma sér í form. En það snerist upp í svo miklu, miklu meira fyrir hann.
„Þessi leikur (golfið) hefir verið slík endurhæfing á lífinu fyrir mig; þegar ég spilaði gat ég bara ekki hugsað um erfiðleika mína,” sagði hann.
Compton fékk annað bakslag í sumar eftir að hann spilaði á AT&T National á PGA Tour s.l. júlí, þegar líkami hans hafnaði gjafahjartanu, en læknar náðu því aftur á strik með aukinni lyfjagjöf. Hann tók sér margra vikna frí og barðist við að komast aftur í fyrra form, sem ekki hefir tekist þar til nú nýlega.
Compton deildi 18. sætinu með öðrum í móti helgarinnar á Nationwide Tour, sem er besti árangur hans frá því hann sigraði í Mexikó í sumar.
„Ég kom hingað og alveg til loka var ég pirraður vegna þess að mig langaði til að spila vel og vera með á toppnum,” sagði Compton. „Í loks dags erum við allir perfektionistar, þ.e. fullkomnunarsinnar.”
Heimild: CBS Sports
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?