Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2015 | 07:00

Hinn 5 ára Jaden Soong sigrar í golfmótum og hefir persónuleika sem sigrar alla

Það er fullt af litlum svölum kylfingum þarna úti. Við höfum skrifað um nokkra þeirra hér á Golf 1. En hér er lítill gaur sem er með persónuleika sem er á við alla sigrana sem hann hefir unnið í barnamótum US Kids.

Hann heitir Jaden Soong.  Hann er 5 ára og býr í Suður-Kaliforníu.  Hann elskar að spila í US Kids golfmótum og sigrar reglulega þar.  Hann hefir líka nú þegar farið holu í höggi – …. sem er nokkuð sem pabba hans hefir aldrei tekist á fimmfalt lengri ferli.

Í myndskeiðinu hér að neðan er hægt að sjá hvers vegna hann fékk ás – sveiflan hans er frábær og hann nær alveg sólíd kontakt. Hann er í fullkomnu jafnvægi í baksveiflunni og endar hana alveg eins og pró-i.

Annað sem hann gerir alveg eins og atvinnumaður – sjónvarpsviðtöl.  Viðtal hans við Curt Sandoval frá KABC-TV er þrælfyndið.

„Af hverju líkar þér við golf?“ spyr Sandoval. „Vegna þess,“ svarar Jaden „að maður fær fugla og pör.“

Það er auðvitað of fljótt að segja að það sé öruggt að við eigum eftir að sjá meira af hinum unga Jaden á golfvellinum eftir nokkur ár – annað hvort á stórum mótum eða að fjalla um þau.  En hvort heldur er þá er vel þess virði að horfa á hann.

Til að sjá myndskeið KABC-TV  SMELLIÐ HÉR: