Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 22:00

Hinn 16 ára Chaplet með í Masters

Hinn 16 ára Paul Chaplet lauk keppni á 2 undir pari, 70 höggum og sigraði á Latin American Amateur, en við það fékk Chaplet sem er frá Costa Rica þátttökurétt á Masters risamótinu, aðeins 6 árum eftir að hann snerti kylfu í fyrsta sinn.

Ekki allir sem aðeins eru búnir að spila í 6 ár, sem fá þátttökurétt á Masters.

Chaplet hóf lokahringinn 4 höggum á eftir forystunni en náði að saxa á forystumanninn Gaston Bertinotti, sem átti afleitan hring upp á 77 högg.

Chaplet var á 33 höggum fyrri 9 á Teeth of the Dog golfvellinum í heimalandi sínu, en var síðan svo óheppinn að fá skolla á 16. holuna og varð síðan að bíða og sjá hvort 2 undir pari hringurinn hans dyggði.

Jorge Garcia frá Venezuela, fékk skolla á 17. og missti fuglapútt á 18. holu og var á 74 höggum, 1 höggi á eftir Chaplet.

Það besta við sigur hins 16 ára unglings (Paul Chaplet) er að hann fær þátttökurétt á the Masters risamótinu, sem alltaf er að styttast í og auk þess er hann kominn inn á lokastig úrtökumóta fyrir Opna bandaríska og Opna breska risamótin.