Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 15:00

Hilmar Björgvinsson með ás! – TaylorMade kúlan komin upp á hillu!

Hilmar Björgvinsson, stjórnarmaður í Golklúbbi Suðurnesja, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi sunnudaginn 18. maí s.l.

Strekkingsvindur var en það dugði ekki til; höggið var fullkomlega slegið og kúlan fann holuna.Þetta er í annað sinn sem Hilmar fer holu í höggi.

Hilmar er enginn nýgræðingur í golfíþróttinni, hann skipaði meðal annars Karlasveitir GS sem urðu Íslandsmeistarar árin 1982 og 1996.

Um höggið góða sagði Hilmar:

16 hola í Leirunni. Mikill hliðarvindur frá hægri til vinstri. 7 járn valið haldið neðarlega. Staðsetning pinna hægra megin a flötinni. Slegið vel til hægri og vindur látinn bera kúluna í rétta átt. Kúlan lenti rétt utan við flötina og rann þaðan í holu. Frábært högg. Taylor Made kúlan er komin upp á hillu.“

Golf 1 óskar Hilmar innilega til hamingju með draumahöggið! 🙂

Heimild: GS