Hilmar Björgvinsson með ás! – TaylorMade kúlan komin upp á hillu!
Hilmar Björgvinsson, stjórnarmaður í Golklúbbi Suðurnesja, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi sunnudaginn 18. maí s.l.
Strekkingsvindur var en það dugði ekki til; höggið var fullkomlega slegið og kúlan fann holuna.Þetta er í annað sinn sem Hilmar fer holu í höggi.
Hilmar er enginn nýgræðingur í golfíþróttinni, hann skipaði meðal annars Karlasveitir GS sem urðu Íslandsmeistarar árin 1982 og 1996.
Um höggið góða sagði Hilmar:
„16 hola í Leirunni. Mikill hliðarvindur frá hægri til vinstri. 7 járn valið haldið neðarlega. Staðsetning pinna hægra megin a flötinni. Slegið vel til hægri og vindur látinn bera kúluna í rétta átt. Kúlan lenti rétt utan við flötina og rann þaðan í holu. Frábært högg. Taylor Made kúlan er komin upp á hillu.“
Golf 1 óskar Hilmar innilega til hamingju með draumahöggið! 🙂
Heimild: GS
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
