Herb Page ánægður með gæði kylfinga hér á landi
Margreyndur þjálfari frá Kent State háskólanum, Herb Page, kom hingað til lands og fylgdist með Eimskipsmótaröðinni um seinustu helgi. Kent State hefur náð mjög góðum árangri í háskólagolfinu undanfarin ár, m.a. komist í NCAA lokakeppnina 5 af seinustu 6 keppnum, og endaði í 5. sæti 2012.
Frægasti kylfingur Kent State er Ben Curtis, en hann sigraði á Opna breska 2003, og hefur Page verið púttþjálfari hans í gegnum hans atvinnumannaferil.
Page var hér í þeim erindagjörðum að fylgjast með ungum íslenskum kylfingum, sem hann hefur verið í sambandi við á undanförnum mánuðum. Það eru meðmæli með barna-, unglinga- og afreksstarfi klúbbana hér heima, og kylfinganna sjálfra, að reyndur þjálfari frá jafn sterkum háskóla komi hingað til Íslands í heimsókn til að fylgjast með leikmönnum, en oftast þýðir það að ferli leikmannavalsins sé á lokastigum.
Þjálfarinn var mjög ánægður með gæði kylfinganna sem hann fylgdist með, og kom honum verulega á óvart hversu margir góðir ungir kylfingar voru hér. Honum þótti einnig mikið til koma framkoma kylfinganna, sem létu mjög erfiðar aðstæður ekki á sig fá, heldur héldu áfram ótrauðir og einbeittir.
Eitt af markmiðum afreksstefnunnar er að aðstoða okkar fremstu ungu kylfinga við að komast í bestu skólana í bandaríkjunum, þar sem umgjörð er til þess fallin að kylfingarnir geti bætt sig verulega á þeim fjórum árum sem þeir leika með skólum sínum. Það verður því spennandi að fylgjast með framvindunni í þessum málum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
