Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2018 | 18:00

Hent út úr golfklúbb vegna kvartana um gallabuxur og farsíma

Fimm kylfingum hefir verið hent úr golfklúbb vegna þess að þeir kvörtuðu undan því að aðrir klúbbmeðlimir væru í gallabuxum, notuðu farsíma, hvítir flutningabílar væru á bílastæðum við klúbbhúsið og klúbburinn byði félagsmönnum upp á tekollur í stað tebolla.

Mjög svo breskt ágreiningsefni eða  hvað?

Kylfingarnir greiddu um £2,000 (u.þ.b. íkr. 278.000) fyrir 1 árs félagsaðild í fína Manor House Hótel golfklúbbnum í Castle Coombe.

Þeir Will Scrivens, 72 ára, Colin Weekley, 71 árs, Chris Elworthy, 70 ára, John Swales, 71 árs og Roger Brack 73 ára, var hent út af hinum 365 ekru golfstað, sem hannaður var af fv. golffréttaskýrands BBC,Peter Alliss.

Mönnunum fimm var sagt að þeir væru ekki lengur velkomnir þar sem þeir væru svo óánægðir og hefðu verið að kvarta svo mikið um hrakandi standard staðarins.

Það, sem karlarnir kvörtuðu um var eins og segir að aðrir félagsmenn væru í gallabuxum og T-bolum og að hvítir flutningabílar pípulagningamanna og húsasmiða tækju upp bílastæði félagsmanna.

Þeir kvörtuðu líka undir gúmmikenndum „Welsh rarebit“ (brauð hitað í ofni með osti og rauðlaukssultu) og að tebollum hefði verið skipt út fyrir tekollur. Þeir sögðu að kollurnar hefðu ekki einu sinni verið merktar staðnum, sem „endurspeglaði bara félagsmennina, sem staðurinn laðaði að nú.“

Vinirnir 5 hlutu allir samskonar bréf um að félagsaðild þeirra hefði verið sagt upp og þeir myndu þurfa að biðja um leyfi áður en þeir spiluðu á Manor House, sem gestir.

Hr. Elworthy, sem er afi 3 barna og gekk í klúbbinn fyrir 25 árum, sagði: „Hlutirnir hafa breyst mikið upp á síðkastið. Við komumst að því að farsímar voru leyfðir í klúbbhúsinu, gallabuxur, jogging-buxur og T-bolir, sem er ekki í samræmi við hvernig reka á alvöru golfklúbb.

Hótelgestir mega spila á vellinum, hvort sem þeir geta spilað golf eða ekki, sem þýðir að stundum fara golfhringirnir upp í 6 tíma.“

Sl. ár hafa kvartanir mínar líka verið vegna hins óæta matar – „Welsh rarebit“ þarna t.d. er bara kaldur klumpur af gúmmíkendum osti á gallhörðu brauði.“

Mennirnir hafa ákveðið að ganga í annan golfklúbb.