Henrik Stenson
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 12:30

Evróputúrinn: Henrik Stenson sigraði á DP World Tour Championship 2. árið í röð!!!

Það var sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem átti titil að verja á DP WorldTour Championship, sem sigraði nú rétt í þessu á mótinu 2. árið í röð.

Sigurskor Stenson var 16 undir pari, 272 högg (68 66 68 70).

Í 2. sæti urðu Rory McIlroy, Justin Rose og Victor Dubuisson; allir 2 höggum á eftir Stenson.

Einn í 5. sæti varð Írinn Shane Lowry á 13 undir pari, 275 höggum.

Rafa Cabrera Bello sem deildi 1. sætinu með Stenson fyrir lokahringinn átti afleitan lokahring í morgun upp á 75 högg eftir að hafa spilað dagana áður á glæsilegum 64 og 65 höggum.  Bello rann því niður skortöfluna og varð í 9. sæti (á samtals 11 undir pari) en sæti sínu deildi hann með þeim Branden Grace og Joost Luiten.

Til þess að sjá lokastöðuna á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR:  (fært inn þegar myndskeiðið liggur fyrir)