Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2017 | 13:00

Henrik Stenson íþróttamaður Svíþjóðar

Henrik Stenson hlaut heiðurstitilinn íþróttamaður ársins í Svíþjóð við viðhöfn í Stokkhólmi í fyrrdag þ.e. mánudagskvöld.

Þetta er í 2. skiptið á 3 árum sem honum hlotnast titillinn.

Hann hefir áður hlotið útnefningu frá sambandi golffréttaritara (AGW = Association of Golf Writers) og eins var hann valinn kylfingur ársins (2016) á Evróputúrnum.

Stenson er einnig fyrsti karlkylfingurinn til þess að hljóta gullmedalíu Svenska Dagbladet’s í heiðursskyni fyrir frábæran sigur Stenson á Opna breska s.l. sumar þegar hann hafði betur í viðureign gegn Phil Mickelson á Royal Troon.

Þetta var fyrsti risamótssigur Stenson.