Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2017 | 17:00

Henrik Stenson djókar á blaðamannafundi

Henrik Stenson var í góðu skapi á blaðamannafundi á þriðjudag fyrir Northern Trust, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Ekki nema von eftir sigur á Wyndham Championship sl. helgi.

Á fundinum var einnig Christopher Powers, nýliði í golffréttaamennsku, rétt að hefja störf hjá Golf Digest og mjög svo spenntur að mæta á sinn fyrsta fund.

Taugaveiklislega beið Powers eftir að röðin kæmi að honum og hann mætti spyrja Wyndham sigurvegarann Stenson nokkurra spurninga.

Það sem á eftir fer er orðaleikur á ensku sem ekki verður þýddur svo sómi sé að:

Henrik, you seem to play some of your best golf late in the season. Is there anything so late in the season that kind of turns you on?“ Fyrsta spurningin … og hjartað hamaðist í Powers af stressi.

There’s a lot of things that can turn me on I guess, I don’t know if August and September are the two,“svaraði Stenson brosandi, enda vel giftur!!!