Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2016 | 11:00

Henning Darri í 3. sæti á Global Junior Golf e. 2. hringi

Þrír íslenskir kylfingar taka þátt í Global Junior Golf: Henning Darri Þórðarson, GK; Benedikt Sveinsson, GK og Björn Guðjónsson, GM.

Mótið fer fram á La Serena á Spáni  2.-4. mars 2016 og lýkur því í dag.

Eftir 2 leikna hringi er Henning Darri í 3. sæti – en hann er búinn að spila á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (75 76).

Björn Óskar er í 11. sæti á samtals 13 yfir pari og Benedikt í 18. sæti á samtals 24 yfir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Global Junior Golf SMELLIÐ HÉR: