Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2018 | 10:00

Heimslistinn: Willett kominn í 90. sætið!!!

Mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer sem sigraði á Opna ástralska nú um helgina í The Lakes golfklúbbnum fer upp um heil 36 sæti á heimslistanum úr því 96 í 60. sætið!!! Hann er meðal hástökkvara þessarar viku.

Eins fer enski kylfingurinn Danny Willett, sem sigraði á lokamóti Evróputúrsins úr 276. sætinu í 90. sætið, sem er stökk um heil 186 sæti!!!

Staðan á topp 10 er síðan eftirfarandi:

1 sæti Justin Rose

2 sæti Brooks Koepka

3 sæti Dustin Johnson

4 sæti Justin Thomas

5 sæti Bryson DeChambeau

6 sæti Francesco Molinari

7 sæti Rory McIlory

8 sæti John Rahm

9 sæti Tommy Fleetwood

10 sæti Rickie Fowler

Staðan er jöfn meðal evrópskra og bandarískra kylfinga – þeir skipta hnífjafnt milli sín 10 efstu sætum heimslistans.