
Heimslistinn: Tiger aftur meðal 50 bestu í heiminum
Eitt með því ánægjulegra um helgina var að sjá Tiger standa sig vel á Opna ástralska. Hann náði 3. sætinu, var aðeins 2 höggum á eftir Ástralanum Greg Chalmers og 1 höggi á eftir John Senden.
Tiger sem var kominn niður í 58. sætið á heimslistanum í síðustu viku hækkar sig um 8 sæti er kominn upp í 50. sætið aðeins 0,03 pkt. á undan Retief Goosen frá Suður-Afríku, sem átti slakt mót á Singapore Open, var í 46. sæti.
Spánverjinn Gonzalo Fernandez-Castaño fer úr 126. sætinu í það 58. (sem er hækkun um 68 sæti) vegna sigur síns í bráðabananum í morgun á Barclays Singapore.
Greg Chalmers sem sigraði að Opna ástralska klifrar upp listann um 100 sæti. Hann var í 215. sæti en er nú kominn í það 104. á heimslistanum.
Phil Mickelson sígur hægt og sígandi niður listann, fer niður um enn eitt sæti í það 12. eftir viku vonbrigða í Singapore en hann varð jafn öðrum í 33. sæti á Barclays.
Annars er staðan meðal topp-10 sú sama þó Dustin Johnson sé kominn niður í 6. sætið og Adam Scott sé kominn fram fyrir Jason Day og Webb Simpson hefir skipt um sæti við Matt Kuchar eftir að sá síðarnefndi komst ekki í gegnum niðurskurð í Sydney.
Þessir skipa topp-20 á heimslistanum: 1 Luke Donald 10.33, 2 Rory McIlroy 7.55, 3 Lee Westwood 7.49, 4 Martin Kaymer 7.00, 5 Steve Stricker 5.91, 6 Dustin Johnson 5.88, 7 Adam Scott 5.58, 8 Jason Day 5.58, 9 Webb Simpson 5.26, 10 Matt Kuchar 5.14; 11 Nick Watney 5.13, 12 Phil Mickelson 5.08, 13 Charl Schwartzel 4.83, 14 Graeme McDowell 4.70, 15 KJ Choi 4.64, 16 Justin Rose 4.22, 17 Bubba Watson 4.05, 18 Sergio Garcia 4.04, 19 Hunter Mahan 3.94, 20 David Toms 3.82
Evrópskir kylfingar sem eru á topp-100: 21 Paul Casey, 25 Ian Poulter, 29 Robert Karlsson, 31 Simon Dyson, 32 Thomas Bjorn, 33 Fredrik Jacobson, 34 Anders Hansen, 35 Darren Clarke, 39 Francesco Molinari, 40 Miguel Angel Jimenez, 42 Martin Laird, 48 Alvaro Quiros, 54 Peter Hanson, 55 Matteo Manassero, 58 Gonzalo Fernandez-Castano, 60 Edoardo Molinari, 64 Alexander Noren, 75 Nicolas Colsaerts, 80 Jamie Donaldson, 83 Padraig Harrington, 85 Ross Fisher, 89 Pablo Larrazabal, 93 Joost Luiten, 94 David Lynn, 98 Raphael Jacquelin, 100 Fredrik Andersson Hed.
Sjá má heimslistann í heild með því að smella HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023