Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 12:00

Heimslistinn: Si Woo Kim kominn í 28. sætið!!!

Ungi, suður-kóreanski kylfingurinn Si Woo Kim, sem sigraði í gær á The Players fer upp um 47. sæti á heimslistanum þ.e. úr 75. sætinu sem hann var í fyrir mótið og upp í 28. sætið!

Meðal tíðinda á heimslistanum er einnig að Ian Poulter sem var dottinn af topp-100 lista bestu kylfinga heims – flýgur aftur inn á þann lista þ.e. var í 197. sætinu fyrir mótið en er nú kominn í 80. sæti heimslistans – vegna 2. sætisins, sem hann varð í á The Players.

Matt Wallace, sem sigraði svo glæsilega á Opna portúgalska á Evrópumótaröðinni fer úr 242. sæti heimslistans og upp í 137. sætið þ.e. stekkur upp um 105 sæti!!!

Staða efstu kylfinga er hins vegar óbreytt að mestu.

Sjá má stöðu efstu 10 kylfinga á heimslistanum:

1  Dustin Johnson

2 Rory McIlroy

3 Hideki Matsuyama

4 Jason Day

5 Sergio Garcia

6 Jordan Spieth

7 Henrik Stenson

8 Justin Rose

9 Adam Scott

10 Rickie Fowler