Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 10:15

Heimslistinn: Rory upp í 6. sæti!

Ýmsar breytingar urðu á heimslistanum eftir mót helgarinnar.

Vegna sigurs síns á Wentworth á BMW PGA Championship, flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar fer Rory McIlroy úr 10. sætinu upp um 4 sæti og er nú kominn í 6. sæti heimslistans.

Írinn Shane Lowry stóð sig líka fautavel í mótinu og er líklega hástökkvarinn af kylfingum á BMW – fer úr 142. sætinu upp um 68 sæti í 74. sætið.

Henrik Stenson fer upp um 1 sæti er nú í 2. sæti heimslistans meðan Tiger er kominn í 3. sætið.

Staða efstu 20 á heimslistanum er nú eftirfarandi:

1 Adam Scott (Ástralía) 8.94

2 Henrik Stenson (Svíþjóð) 7.78

3 Tiger Woods (Bandaríkin) 7.64

4 Matt Kuchar (Bandaríkin) 7.03

5 Bubba Watson (Bandaríkin) 6.96

6 Rory McIlroy (Norður-Írland) 6.91

7 Jason Day (Ástralía) 6.50

8 Sergio Garcia (Spánn) 6.16

9 Justin Rose (England) 6.05

10 Jordan Spieth (Bandaríkin) 6.00

11 Phil Mickelson (Bandaríkin) 5.64

12 Jim Furyk (Bandaríkin) 5.42

13 Zach Johnson (Bandaríkin) 5.24

14 Dustin Johnson (Bandaríkin) 4.84

15 Jason Dufner (Bandaríkin) 4.50

16 Luke Donald (England) 4.37

17 Jimmy Walker (Bandaríkin) 4.28

18 Graeme McDowell (Norður-Írland) 4.25

19 Steve Stricker (Bandaríkin) 4.16

20 Charl Schwartzel (Suður-Afríka) 4.11