Heimslistinn: Rory niður í 6. sæti
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy er fallinn niður í 6. sæti heimslistans.
Sigurvegari Tour Championship og nr. 1 á FedEx stigalistanum, sænski kylfingurinn Henrik Stenson er hins vegar kominn upp í 4. sæti heimslistans og er það, það hæsta sem hann hefir komist. Eins hækkar Steve Stricker sig meðal efstu 10; fer úr 9. sætinu í 7. sætið.
Stenson ætlar nú að taka sér 4 vikna frí áður en hann keppir á lokamóti Evrópumótaraðarinnar, en hann er nú efstur á peningalista þeirrar mótaraðar (Race to Dubai) og mun reyna að verða efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála eins og Luke Donald tókst á undan honum (2011) og nr. 6 á heimslistanum, Rory McIlroy í fyrra (2012).
„Þetta (að sigra á lokamóti Evrópumótaraðarinnar) er það næsta á dagskrá,“ sagði Stenson, sem eins og segir er efstur á Race to Dubai; Graeme McDowell (í 2. sæti); og Justin Rose (í 3. sæti). „Blessunarlega á ég heilan mánuð núna þar sem ég get hvílt mig og notið þessarar ótrúlegu velgengni.“
Sjá má heimslistann í heild með því að SMELLA HÉR:
Efstu 10 á heimslistanum eru annars þessir:
1. sæti Tiger Woods 13.22 stig
2. sæti Adam Scott 9,25 stig
3. sæti Phil Mickelson 8,52 stig
4. sæti Henrik Stenson 8,23 stig
5. sæti Justin Rose 7,78 stig
6. sæti Rory McIlroy 7,50 stig
7. sæti Steve Stricker 6,87 stig
8. sæti Matt Kuchar 6,64 stig
9. sæti Brandt Snedeker 6,27 stig
10. sæti Jason Dufner 6,07 stig
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
