Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2014 | 08:15

Heimslistinn: Rory aftur á topp-10

Sigurvegari The Players Martin Kaymer fór upp um heil 33 sæti vegna sigursins fór úr 61. sætinu á heimslistanum og er nú kominn í 28. sætið!

Englendingurinn Daníel Brooks sem sigraði á móti Evrópumótaraðarinnar, Madeira Islands Open, sem var stytt í 36 holu mót vegna þoku er líklega einn af hástökkvurum vikunnar en hann fór úr 529. sætinu í 286. sætið, sem er upp um heil 243 sæti!!!

En það voru fleiri sem hækkuðu sig vegna góðs árangurs í mótum helgarinnar.  Rory McIlroy varð í 6. sæti á The Players og hækkaði sig um 1 sæti milli vikna en hann var dottinn af topp-10 kominn niður í 11. sætið en kom sér með árangrinum góða aftur á topp 10 og situr nú í 10. sæti!

Annars er staða efstu 10 á heimslistanum eftirfarandi: 

1. Tiger Woods         Bandaríkin          8,05 stig

2. Adam Scott            Ástralía                7,95 stig

3. Henrik Stenson    Svíþjóð                 7,83 stig

4. Bubba Watson       Bandaríkin         7,12 stig

5. Matt Kuchar           Bandaríkin        7,08 stig

6. Jason Day               Ástralía               6,69 stig

7. Sergio Garcia           Spánn                 6,36 stig

8. Jordan Spieth         Bandaríkin         6,26 stig

9. Justin Rose              England              6,11 stig

10. Rory McIlroy          Norður-Írland  5,89 stig