Dustin Johnson (DJ)
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2017 | 10:00

Heimslistinn: litlar breytingar

Staða efstu 10 kylfinga á heimslista karla markast af litlum breytingum.

Hideki Matsuyama, japanskur sigurvegari Bridgestone heimsmótsins, stærsta móts sl. helgi, stendur í stað var í 3. sæti og heldur sæti sínu – í 1. sæti er eftir sem áður Dustin Johnson og í 2. sæti Jordan Spieth.

Öfugt við Rolex heimslista kvenna, þar sem ekki er að finna 1 kvenkylfing frá Evrópu meðal topp-10 þá er meirihlutinn á topp-10 á heimslista karla frá Evrópu eða alls 5 kylfingar.

Þrír eru frá Bandaríkjunum, 1 frá Ástralíu og 1 frá Asíu.

Sjá má topp 10 á heimslista karla hér að neðan:

1 Dustin Johnson

2 Jordan Spieth

3 Hideki Matsuyama

4 Rory McIlroy

5 Sergio Garcia

6 Jon Rahm

7 Jason Day

8 Henrik Stenson

9 Alex Noren

10 Rickie Fowler