Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2017 | 08:00

Heimslistinn: Leishman fer upp um 30 sæti! – Dustin Johnson nr. 1

Nokkuð er síðan að Golf 1 hefir birt frétt af stöðu efstu manna á heimslistanum og hreyfingum á honum og ekki seinna vænna að líta á stöðuna.

Helsta hreyfingin þessa vikuna er að ástralski kylfingurinn Marc Leishman fer upp um 30 sæti; var í 62. sætinu í síðustu viku en fer í 32. sætið vegna glæsts sigurs á Arnold Palmer Invitational

Staðan á topp-10 heimslistans er eftirfarandi:

1 Dustin Johnson 11,67 stig

2 Rory McIlroy 9,12 stig

3 Jason Day 9,03 stig

4 Hideki Matsuyama 8,28 stig

5 Henrik Stenson 8,03 stig

6 Jordan Spieth 8,02 stig

7 Justin Thomas 5,58 stig

8 Adam Scott 5,54 stig

9 Rickie Fowler 5,32 stig

10 Sergio Garcia 5,26 stig

4 af topp-10 kylfingum heims eru frá Bandaríkjunum; 3 frá Evrópu; 2 frá Ástralíu og 1 frá Asíu.

Sá sem bankar á dyr topp-10 er sænski kylfingurinn Alex Noren, en hann er í 11. sæti með 4,86 stig.