Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2017 | 15:15

Heimslistinn: Justin Thomas kominn í 8. sæti

Eftir glæsilegan sigur sinn á Sony Open er Justin Thomas kominn á topp-10 á heimslistanum, nánar tiltekið 8. sætið.

Fyrir mótin tvö á Hawaii var Thomas í 21. sæti en hækkaði síðan i 12. sætið eftir sigurinn á SBS Tournament of Champions.

Síðan er hann enn búinn að hækka sig um 4 sæti eftir stórglæsilega frammistöðu á Sony Open. Nú er hann sem sagt í 8. sæti.

Staða efstu 10 kylfinga er eftirfarandi:

1 sæti Jason Day

2 sæti Rory McIlroy

3 sæti Dustin Johnson

4 sæti Henrik Stenson

5 sæti Jordan Spieth

6 sæti HIdeki Matsuyama

7 sæti Adam Scott

8 sæti Justin Thomas

9 sæti Patrick Reed

10 sæti Alex Noren