Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2015 | 09:45

Heimslistinn í árslok 2014

Hvernig skyldi nú heimslistinn hafa litið út í árslok 2014?

Nýr listi er væntanlegur í dag – þannig að ekki er seinna að vænna að líta á hvernig listinn leit út í árslok 2014.

Rory McIlroy var í efsta sæti í árslok 2014 – byrjaði árið í 6. sæti heimslistans en eftir sigra á Opna breska í júlí ogWGC-Bridgestone Invitational í byrjun ágúst 2014 var hann aftur í toppsæti listans.  Lokavika 2014 var 60. vika hans í 1. sæti heimslistans.

Vegna árs fullu af bakmeiðslum og endurhæfingu eftir bakuppskurð fór Tiger Woods úr efsta sætinu sem hann var í, í árslok 2013 niður í 32. sætið í lok árs 2014.

Svíinn Henrik Stenson, sem svo glæsilega tókst að verja titil sinn á glæsilegu lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubaí er í 2. sæti heimslistans.

Ástralinn Adam Scott sem stuttlega árið 2014 var í efsta sæti  heimslistan er kominn niður í 3. sætið í árslok 2014.

Masters meistari ársins 2014 Bubba Watson er hæst rankaði Bandaríkjamaðurinn í árslok 2014; í 4. sæti og Japaninn Hideki Matsuyama er hæstrankaði Asíubúinn í 16. sæti.

Þegar bara er litið á 10 besta kylfinga í heimi sést að Evrópa og Bandaríkjamenn eiga flestu bestu kylfingana eða 4, hvor heimsálfa og síðan eiga Ástralir 2 á topp-10 heimslistans:

Bandaríkin: Bubba Watson, Jim Furyk, Jordan Spieth og Rickie Fowler.

Evrópa: Rory McIlroy, Henrik Stenson, Sergio Garcia og Justin Rose.

Ástralía: Adam Scott, Jason Day.

Efstu 20 á heimslistanum í árslok 2014:

1. Rory McIlroy   11.04 stig

2. Henrik Stenson 8.13 stig

3. Adam Scott 7.71 stig

4. Bubba Watson 7.27 stig

5. Sergio Garcia  6.69 stig

6. Justin Rose 6.68 stig

7. Jim Furyk 6.62 stig

8. Jason Day 5.81 stig

9. Jordan Spieth 5.74 stig

10. Rickie Fowler 5.46 stig

11. Matt Kuchar 5.10 stig

12. Martin Kaymer 4.86 stig

13. Billy Horschel 4.47 stig

14. Phil Mickelson 4.44 stig

15. Graeme McDowell 4.15 stig

16. Hideki Matsuyama 4.12 stig

17. Victor Dubuisson 4.02 stig

18. Zach Johnson 3.82

19. Dustin Johnson 3.78

20. Chris Kirk 3.76