Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 08:00

Heimslistinn: Chappell kominn í 23. sætið

Helsta breytingin á heimslistanum er sú að Kevin Chappell, sá sem sigraði svo glæsilega á Valero Texas Open fer úr 41. sætinu í það 23, en það er stökk upp á við um 18 sæti.

Eins fer Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger upp um 13 sæti fyrir sigur sinn á Evrópumótaröðinni, þ.e. á Shenzhen Open, var í 43. sæti en er nú kominn í 30. sæti.

Annars er allt óbreytt á topp-10 á heimslistanum og bara nokkur stöðugleiki sem einkennir hann þessa vikuna.

Þessir eru á topp-10: 

1 Dustin Johnson

2 Rory McIlroy

3 Jason Day

4 Hideki Matsuyama

5 Jordan Spieth

6 Henrik Stenson

7 Sergio Garcia

8 Justin Rose

9 Rickie Fowler

10 Adam Scott

Þeir sem banka á dyrnar á topp-10 eru Justin Thomas (11. sæti); Alex Noren (12. sæti) og Jon Rahm (13. sæti).