Heimsbikarinn: Ástralir – Jones og Green – leiða eftir 1. dag í Mission Hills, Kína.
Ástralska liðið Brendan Jones og Richard Green luku leik í nótt á -11 undir pari, 61 höggi og er í forystu á Heimsbikarskeppninni 2 höggum á undan þeim sem sigurstranglegastir þykja, þ.e. þeim Rory McIlroy og Graeme McDowell.
Liðið sem enginn bjóst við neinu af fékk 7 fugla og örn á agressívum hring á par-72 Blackstone golfvellinum á Mission Hills golfstaðnum á Hainan, eyju í Suður-Kína.
„Við lékum mjög vel saman í dag. Brendan byrjaði mjög vel og okkur óx ásmeginn eftir það,“ sagði Green.
„Þetta hjálpaði mér með leik minn á seinni 9. Ég var fær um að leggja mitt af mörkum þegar við fengum örninn á par-4, 16. brautinni. Það hjálpaði virkilega á því stigi.“
Írska liðið McIlroy og McDowell, sem allir tippa á og eru taldir sigurstranglegastir réðust seint til atlögu á seinni 9 og eru T-2 eftir 1. dag á -9 undir pari, á 63 höggum.
Nr. 2 á heimslistanum og meistari Opna bandaríska McIlroy átti yfirhöndina í leiknum, fékk 5 fugla og örn, meðan sigurvegari Opna bandaríska McDowell fékk 2 fugla í leik þeirra, sem ekki dugði.
„Við höfðum að markmiði að vera skorinu -8 til -10 undir pari og við töldum að myndi vera gott skor. Við náðum einhverju í kringum það og þetta setur okkur í góða stöðu fyrir næstu 3 daga,“ sagði McIlory.
McDowell sagði að þeir Mac-arnir myndu ræða um strategíuna fyrir krefjandi fjórmenning föstudagsins.
„Þetta er „tricky“ (ísl: snúinn) golfvöllur. Hann er opinn af teig. En í þessum vindstyrk, þá verður að hafa stjórn á járnaleiknum og ná inn á flatirnar og það gerðum við í dag,“ sagði hann.
Norður-Írarnir tveir (McIlroy og McDowell) deila 2. sætinu með Skotunum Martin Laird og Stephen Gallacher.
Hollenska liðið Joost Luiten og Robert-Jan Derksen var á 64 höggum og deilir 4. sætinu með Bandaríkjamönnunum Matt Kuchar og Gary Woodland.
Englendingarnir Ian Poulter og Justin Rose fengu 7 fugla og skor upp á -6 undir par þ.e. voru á 66 höggum og deila 10. sætinu með liði Frakklands og Japan.
Þeir sem eiga titil að vera, bræðurnir Francesco og Edoardo Molinari, sem unnu fyrir Ítalíu síðast þegar mótið var haldið 2009 og eiga því titil að verja, komu inn á 67 höggum og deila 19. sætinu með öðrum.
Liang Wenchong og ungstjarnan Zhang Xinjun, vonir heimamanna voru á 68 höggum og eru T-22 ásamt liðum Brasilíu, Suður-Afríku og Singapore.
Á föstudaginn keppa lið þessara 28 þjóða í fjórmenningi.
Í mótinu eru spilaður fjórbolti tvisvar og fjórmenningur tvísvar og liðið með lægsta 72 holu skorið sigrar.
Skv. skipuleggjendum mótsins hafa 120.000 miðar selst, sem er merki um að golfleikurinn er að verða sívinsælli í fjölmennasta ríki veraldar. […]
Framkvæmdastjóri Mission Hills (þar sem mótið fer fram), Tenniel Chu og meðeigandi hans Kenneth – báðir synir „föður golfs í Kína“ David Chu eru að fara í mikla markaðsherferð til þess að vekja athygli á og auka orðspor mótsins.
„Markmið okkar er að gera Mission Hills í Hainan að höfuðstöðvum Heimsbikarsmótsins og við ætlum að kynna nokkrar róttækar breytingar á keppninni til þess að byggja upp prófíl þess.“ sagði Chu.
Heimild: Khaleej Times Online
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024