Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2015 | 11:00

Solheim Cup 2015: Hedwall vonar að sagan endurtaki sig

Íslandsvinurinn Caroline Hedwall vonar að sagan endurtaki sig í Ryder bikarskeppni kvenna Solheim Cup, sem hefst í Þýskalandi á morgun.

Caroline Hedwall skrifaði sig í golfsögubækurnar fyrir 2 árum þegar hún varð sú fyrsta hvort heldur er í liði Evrópu eða Bandaríkjanna til þess að vinna alla 5 leiki sína í Solheim keppninni.

Á síðasta ári hef ég verið að slá boltann virkilega vel en ég hef bara ekki verið að pútta svo vel,“ sagði Hedwall. „Þetta er sama staða og þegar ég keppti í Solheim 2013, ég var ekki að setja mörg pútt niður og allt í einu gekk allt upp. Ég er að vonast eftir sömu töflum í þessari viku, líka.

Það er öðruvísi þegar maður er að spila holukeppni. Ég er aggressívur púttari og ég held að ég geti verið miklu aggressívari í holukeppnum en höggleikskeppnum,“ bætti Hedwall við. „Á síðasta ári hef ég verið að reyna að færa meira af holukeppnisatriðum inn í höggleikinn minn en það auðveldara sagt en gert. Í holukeppni, þá treysti ég leik mínum meira og púttunum mínum líka. Þannig að ég held að ég sé tilbúin fyrir föstudaginn. Það er góð tilfinning.“