Haukur Örn Birgisson. President of the Icelandic Golf Union. Photo: golf.is Haukur Örn í framboði til stjórnar evrópska golfsambandsins
Kosið verður í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA, um næstu helgi á ársþingi sambandsins, sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Í stjórn EGA sitja tíu einstaklingar og hefur forseti Golfsambands Íslands, Haukur Örn Birgisson, ákveðið að gefa kost á sér. Hljóti Haukur Örn kosningu þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdstjórninni.
„Undanfarin fjögur ár hef ég setið í mótsstjórn EGA og á þeim tíma hefur Ísland tvívegis verið valið sem keppnisstaður fyrir Evrópumót í golfi. Á næsta ári mun fara fram Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli og það verður stærsta verkefni okkar til þessa. Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn af hinum Norðurlandaþjóðunum til að vera fulltrúi þeirra í framkvæmdastjórn EGA og heiðurinn yrði enn meiri verði ég kosinn. Það yrði virkilega spennandi en við sjáum til hvernig kosningarnar fara“, sagði Haukur Örn í tilefni af framboði sínu til stjórnar EGA.
Haukur Örn yrði fyrsti Íslendingurinn til að taka sæti í framkvæmdastjórn EGA.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
