Haukur Örn forseti Evrópska golfsambandsins
Þann 16. nóvember s.l. var Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands kjörinn forseti Evrópska golfsambandsins, EGA.
Haukur Örn tók formlega við embættinu af Pierre Bechmann frá Frakklandi á ársþingi EGA sem fram fór í Chantilly í Frakklandi í dag.
Haukur Örn verður forseti EGA til ársins 2021 en á undanförnum tveimur árum hefur Haukur Örn gegnt embætti verðandi forseta eða „president-elect“
Haukur Örn þekkir vel til Evrópska golfsambandsins en hann sat í mótanefnd EGA á árunum 2010-2014 og hefur setið í framkvæmdastjórn þess frá árinu 2015. Haukur Örn varð þá fyrsti Íslendingurinn til þess að vera kjörinn í framkvæmdastjórn EGA.
„Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin,“ segir Haukur Örn.
Evrópska golfsambandið var stofnað árið 1937 og er samband 47 golfþjóða innan Evrópu, sem hefur meðal annars það hlutverk að sjá um framkvæmd Evrópumóta og annarra alþjóðlegra keppna, ásamt því að stuðla að framþróun íþróttarinnar í álfunni og halda utan um forgjafarkerfið í Evrópu.
Texti: GSÍ
Í aðalmyndaglugga: Pierre Bechmann (t.v.) og Haukur Örn Birgisson, nýkjörinn forseti Evrópska golfsambandsins, (EGA) t.hl
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
